Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 20
18 Félagsmál VFÍ/TFÍ
þessi drög, m.a. með þátttöku Senats og Merkisnefndar VFI. Niðurstöður lágu þó ekki fyrir
við lok starfsársins.
Starfsemi Senatsins var í föstum skorðum á árinu, en þar eiga sæti nokkrir verk-
fræðingar sem HI valdi til setu í þessari virðulegu nefnd, sem Jónas Frímannsson er
formaður fyrir. Senatið hefur stuðlað að sérstakri rannsókn á tæknimenntun á háskólastigi
og stofnun hollvinasamtaka verkfræðideildar er hugmynd frá þeim komin. VFÍ hefur frá
því verkfræðideild var stofnuð við Háskóla íslands litið á sig sem sérstakan hollvin þeirr-
ar deildar.
Menntamálanefnd VFI stóð fyrir fundaröð undir yfirskriftinni „Raungreinakennsla í
framhaldsskólum". Til fundanna var boðið sérfræðingum sem gegna lykilhlutverki í skipu-
lagningu og framkvæmd raungreinakennslu þjóðfélagsins. Helstu niðurstöður umræðna
voru dregnar saman og í október sl. var gefinn út bæklingur sem ber heitið „Efling raun-
greinakennslu í framhaldsskólum á Islandi.“ I desember 1996 hélt Menntamálanefnd VFÍ
málþing, í samvinnu við Félag raungreinakennara, þar sem enn var hnykkt á þeirri alvarlegu
stöðu sem blasir við í raungreinakennslu á íslandi. Stjórn VFÍ telur sérstaka ástæðu til að
þakka menntamálanefndinni fyrir framtakið, það vakti athygli í þjóðfélaginu öllu.
I skýrslu menntamálanefndar er að finna ítarlega lýsingu á því sem gerst hefur í þessum
málum og verður því ekki lýst nánar hér.
Endurmenntunarmál verkfræðinga og tæknifræðinga: Verkfræðingafélag íslands og
Tæknifræðingafélag Islands skipuðu sameiginlega nefnd sem falið var að vinna tillögur að
endurmenntunarmálum verkfræðinga og tæknifræðinga. Tillögur nefndarinnar voru
samþykktar af stjórnum beggja félaga á árinu 1995 sem stefna beggja félaganna í endur-
menntunarmálum tæknifræðinga og verkfræðinga. Kjarni þeirrar stefnu er að tryggja að
tæknimenn eigi kost á að stunda vel skipulagða símenntun.
I samvinnu VFI við TFI og SV var í framhaldi þessa stofnuð ný nefnd, Endurmennt-
unar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ og SV eða ENSÍM-nefndin eins og hún er kölluð
innanhúss. Nefnd þessi hefur starfað ötullega, myndað smærri vinnuhópa til að kanna þörf
fyrir námskeið og endurmenntun innan hinna ýmsu fagsviða innan VFÍ og lagt á sig mikla
vinnu til að finna út og bjóða upp á námskeið sem best henta verkfræðingum og tæknifræð-
ingum.
Félagslög VFÍ segja að Menntamálanefnd skuli fara með endurmenntunarmálin út á
við. Verksvið Menntamálanefndar er víðfeðmt og að áliti margra nefndarmanna ekki unnist
tími til að sinna endurmenntunar- og símenntunarmálum sem skyldi. ENSÍM-nefndin og
tillögur hennar voru því fagnaðarefni, enda þótt ljóst væri að skipulagið orkaði tvímælis
m.t.t. félagslaga. Nauðsynlegt var að tengsl Menntamálanefndar VFÍ og ENSÍM-nefndar
yrðu sem tryggust, þar sem verksvið beggja er nátengt. Formaður ENSÍM, Jón Vil-
hjálmsson, tryggði þessi tengsl með því að fallast á að taka sæti í Menntamálanefndinni, en
þar sat hann í fjölda ára sem formaður áður fyrr. Formaður ENSÍM er einnig fulltrúi VFÍ í
samstarfi félagsins og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands. Sjá nánar skýrslu frá
ENSÍM hér á eftir.
Stjórn VFÍ fékk í hcndur rekstrarreikning Endurmenntunarstofnunar HÍ fyrir sl. ár, en
hugmyndir um breytt fyrirkomulag stofnunarinnar hefur komið til umræðu hjá TFÍ og þeir
óskað eftir fundi með VFI vegna þess.