Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 21
Skýrsla formanns VFI 19
Þáttur VFÍ og aðild að starfi Endurmenntunarstofnunar HÍ er ekki nægilega sýnilegur og
þarf að koma betur fram t.d. í auglýsingum frá stofnuninni. Menn tengja VFI ekki við þá
ágætu starfsemi sem fram fer á vegum stofnunarinnar. Þessu þarf að breyta, þannig að
félagsmenn skynji betur samstarfið.
VFÍ óskaði eftir fundi með fulltrúum Endurmenntunarstofnunar HÍ þar sem auk um-
ræðna um reksturinn yrði tekið á ítrekuðum óskum héðan úr húsi um afslátt á námskeið fyrir
félagsmenn sem og að eitthvað af tækninámskeiðum fari fram í Verkfræðingahúsi. For-
maður og varaformaður VFÍ voru boðnir á fund stjórnar Endurmenntunarstofnunar á haust-
dögum 1996 þar sem þessi mál voru tekin fyrir.
Það er ánægjulegt að segja frá því að félagsmenn VFÍ fá nú I5% afslátt af tækninám-
skeiðum sem þeir sækja og stofnunin hefur bókað fundarsali í Verkfræðingahúsi fyrir fimm
námskeið fyrri hluta árs 1997.
títgáfumál: VFÍ, TFÍ og SV standa í sameiningu að útgáfu fréttablaðsins Verktækni. Blaðið
er gefið út u.þ.b. hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann. Fyrsta tölublað kom út í september
1995, en þá var gerður samstarfssamningur og Sigrún Hafstein ráðin ritstjóri með ábyrgð á
verkinu. Sigrún fór í barneignarfrí sumarið 1996, en Birgir Jónsson tók að sér ritstjórnina
samkvæmt nýjum samstarfssamningi.
Gert var ráð fyrir að blaðið yrði að öllu jöfnu átta síður, en það hefur ekki gengið eftir.
Tvö blöð hafa þó náð því marki. A móti kemur að kostnaður hefur ekki farið fram úr áætlun,
þrátt fyrir minni tekjur af auglýsingum en gert var ráð fyrir. Prentverk varð heldur ódýrara
en reiknað var með.
Samningurinn gildir út starfsárið, en verður endurskoðaður þá, sjá nánar ársuppgjör
Verktækni og skýrslu úlgáfunefndar VFI og TFI.
Eins og verið hefur undanfarin ár gáfu VFÍ og TFI út Arbók sem greinir frá félags-
starfinu og inniheldur tækniannál og framkvæmdasögu ársins auk ritrýndra greina. Gerður
var samstarfssamningur við nýjan ritstjóra, Ragnar Ragnarsson. Bókin kom út í marsbyrjun
°g var fyrr á ferðinni en oft áður. Með tilkomu TFÍ og viðbótarefni varð bókin sem út kom
í fyrra meiri að umfangi en áður og var hún gefin út í tveimur hlutum. Þetta rýrði bókina að
margra mati, auk þess sem kostnaður varð umtalsvert hærri, þar sem greiða þurfti fyrir bók-
band, bókakápur og dreifingu í tvígang. Nú var ákveðið að gefa út eitt bindi og skera niður
fréttir frá félagsstarfinu, enda er það efni til í ítarlegum ársskýrslum á skrifstofu félaganna.
Ritrýndar greinar eru fleiri en áður, auk tækni- og vísindagreina. Akveðið var að ekki yrðu
birtar endurgjaldslaust greinar frá FRV, SV og LVFÍ eins og verið hefur. Boðið verður upp
a birtingu greina gegn greiðslu sem standi undir kostnaði við prentun.
Olafur M. Jóhannesson ritstjóri hyggst gefa út l'agrit urn tæknileg efni og hefur óskað
eltir að VFI tilnefni fulltrúa í blaðstjórn. Á móti býður Ólafur lelaginu endurgjaldslaus ein-
tók af blaðinu fyrir félagsmenn. Útsendingarkostnað þarf VFÍ að greiða.
Nokkur hætta þótti á að takmörkuðum auglýsingamarkaði yrði ofgert. VFI hefur hins
vegar ekkert um það að segja þó að menn félaginu óviðkomandi ráðist í blaðaútgáfu. Þá þótti
aukin umfjöllun urn tæknileg málefni tvímælalaust æskileg og í samræmi við markmið
félagsins. Þótti í þessu máli sem öðrum að hinir meiri hagsmunir hlytu að ráða og var
akveðið að styðja þetta mál, enda hefði það ekki áhrif á útgáfustarfsemi félaganna.
Sjá nánar skýrslu útgáfunefndar VFÍ og TFÍ sem og ársreikninga Verktækni.