Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 23
Skýrsla formanns VFI 21
Samstarf við Tæknifræðingafélag íslands: Eins og mönnum er kunnugt hófu VFÍ og TFÍ
samrekstur skrifstofu fyrir félögin þann 1. janúar 1994. Samstarfið hefur tekist vel, reynst
báðum farsælt og stuðlað að frekari samskiptum félaganna. I fjölda ára hafa félögin unnið
saman í FEANI-nefndum og bæði komu þau við sögu þegar Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands hóf starf sitt. Fulltrúar beggja félaga starfa saman í Staðlaráði íslands og
fleiri staðlaráðum, auk þess sem þau eru aðilar að SAMMENNT, sem er samstarfsverkefni
skóla og atvinnulífs. Kynningarmál, útgáfumál, endurmenntunar- og símenntunarmál eru í
dag í höndum samstarfsnefnda og í sameiningu hafa félögin tekist á við ýmis hagsmunamál
stéttanna gagnvart opinberum aðilum.
Frá því að TFI flutti starfsemi sína í Verkfræðingahús hefur samstarfið vaxið jafnt og
þétt. Nýjar samstarfsnefndir taka að sér fjölbreytt verkefni og er það vel. En það verður að
segjast eins og er að enda þótt uppskeran sé þróttmikið starf og aukinn kraftur í starfsemi
beggja félaga, þá blasir við að aukið samstarf kallar á aukna stjórnun.
Yfirumsjón samstarfsins er í höndum formanna og varaformanna sem hittast í hádegi
hvern föstudag.
Hér fyrrum, áður en til samstarfs VFI og TFI kom, sendu nefndarformenn og fulltrúar
hvors félags fyrir sig fundargerðir o.þ.h. til umsagnar og ákvörðunar hjá eigin framkvæmda-
stjórnum. Þar sem um sameiginleg mál er að ræða þarf að vísa þeim til sameiginiegrar
umsagnar formannafundar og síðan al'tur til framkvæmdastjórna þar sem endanleg af-
greiðsla fer fram. Það getur því verið tafsamt fyrir stjórnir að afgreiða mál sem þurfa
umfjöllun í þrígang hið minnsta. Það er hagur allra að forðast árekstur og stjórnum beggja
félaga er mikið í mun að réttur hins sé ekki fótum troðinn. Þessa gæta menn mjög.
Samráðsfundur stjórna VFI og TFI var haldinn 6. desember 1996 í boði TFI, en þar eru
sameiginleg mál til umfjöllunar.
Samrekstrar- og sameiningarmál VFÍ, TFÍ og SV: Eins og áður hefur verið nefnt sagði
framkvæmdastjóri VFÍ, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, upp störfum haustið 1996. Fyrir orð
formanna beggja félaga féllst hún á að framlengja starfstíma sinn til 1. júní 1997. Sérstak-
lega var tekið fram að uppsögnin væri ekki vegna óánægju með félagið eða félagsmenn.
Vinnudagur er langur og strangur, en hver dagur er gefandi og skemmtilegur, sagði fram-
kvæmdastjóri og bætti við að hún myndi sakna góðra vina úr Verkfræðingahúsi og bað fé-
'aginu og stjórn þess allrar blessunar.
I framhaldi af uppsögn framkvæmdastjóra VFI sendi SV stjórnum VFI og TFI bréf, dag-
sett í september 1996, þar sem óskað er eftir að kannaðir verði möguleikar á að þeir komi
>nn í samstarf félaganna með rekstur skrifstofunnar.
Skipuð var samstarfsnefnd með einum fulltrúa frá hverjum aðila til að skoða þessa hug-
mynd SV í þaula. Nefnd þessi hefur yfirfarið málið á mörgum fundurn og lagt fyrstu drög
að samningi um sameiginlegan rekstur fyrir stjórnir félaganna. Málið er þó ekki einfalt.
Ljóst er að erfilt og tafsamt getur verið fyrir þrjár stjórnir og þrjá formenn að koma sér
saman um hvaðeina í sameiginlegum rekstri félaganna, að ekki sé talað um framkvæmda-
stjóra sem ætlað er að sinna þremur herrum. Þar við bætist að starfsemi þessara félaga er um
margt ólík. Kjarabarátta verkfræðinga í launþegastétt fer fram innan SV en VFÍ er fagfélag
sem rúmar alla verkfræðinga, hvort heldur þeir eru launþegar eða sjálfstætt starfandi. Að
athuguðu máli gætir því vaxandi efasemda um að þetta sé skilvirkt fyrirkomulag.