Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 25
Skýrsla formanns VFI 23
umræðunni. Það hefur líka sýnt sig að álit félagsins skiptir þjóðfélagið máli, umsagnir þess
skila sér og mark er tekið á því sem VFI hefur að segja og sendir frá sér.
Á starfsárinu var félagið beðið urn að veita umsagnir um eftirfarandi:
1. Húsnæðisstofnun ríkisins, reglugerð til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Pétur
Stefánsson og Birgir Ómar Haraldsson gerðu tillögu að umsögn og svari.
2. Alþingi, frumvarp til laga um landmælingar og kortagerð. Guðmundur Björnsson
og Ragnar Árnason gerðu tillögu að umsögn og svari.
3. Skipulags- og byggingarlög. Pétur Stefánsson og Rúnar G. Sigmarsson gerðu tillögu
að umsögn og svari.
4. Reglugerð um framkvæmd bráðabirgðaákvæðis við 12. grein skipulags- og
byggingarlaga og mats á umsóknum. Egill Skúli Ingibergsson tók þátt í samstarfs-
nefnd.
5. Samtök uni samræmd landfræðileg upplýsingakerfi á Islandi. Gfsli Karel Hall-
dórsson tók þátt í samstarfsnefnd.
6. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, drög að samþykktum um lagnir. Karl
Ómar Jónsson, með sjálfræði um aðstoðarmenn, tók þátt í samstarfsnefnd.
7. Innkaup ríkisins, drög að reglugerð. Pétur Stefánsson, Jónas Frímannsson og
Birgir Ómar Haraldsson funduðu með fjármálaráðherra.
Samstarf við Norðurlandafélögin
„Nordisk lngeniörmöde 1996“ (NIM-96), fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norður-
löndum, var haldinn í Kaupmannahöfn 14. júní sl. í boði danska verkfræðinga- og tækni-
fræðingafélagsins, IDA (Ingeniprforeningen i Danmark). Fundurinn var þessu sinni með
nokkuð öðru sniði en verið hefur. IDA er sameinað félag verkfræðinga og tæknifræðinga og
NlM-fundir horfa því öðruvísi við hjá þeim en hinum Norðurlandafélögunum sem hvorki
eru sameinuð né hafa samvinnu sín á milli svo nokkru nemi. IDA hélt því tvo fundi, annan
fyrir félög verkfræðinga og hinn fyrir félög tæknifræðinga. Sameiginleg ráðstefna um tækni-
menntunina á Norðurlöndum var haldin 13. júní. Formaður og framkvæmdastjóri sóttu fund
°g ráðstefnu al' hálfu VFI, en framkvæmdastjóri sem gegnir sama embætti hjá TFI sat einnig
fund tæknifræðinga sem haldinn var 12. júní.
Vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga hjá IDA sátu sjö manns NIM-fundinn af þeirra
hálfu í stað tveggja eins og venja er til.
Gerð var grein fyrir liðnu starfsári hjá lélögunum, lögð fram yfirlit yfir félagafjölgun og
annað það sem tilheyrir starfseminni. Formenn sögðu frá helstu viðfangsefnum félaga sinna
°g skiptust á skoðunum.
Evrópusamstarf kom til umræðu sem og áhugi fyrir þátttöku í alþjóðlegu starfi. CF,
sænska verkfræðingafélagið, og NIF, norska verkfræðingafélagið, fundu að því hvað lítill
limi var gefinn fyrir sjáll'an NIM-fundinn, það lítill að ekki vannst tími til að afgreiða þau
mal sem á dagskrá voru. Óskir komu fram hjá IDA um sameiginlegan fund verkfræðinga-
^élaganna og tæknifræðingafélaganna að ári. Eftir talsverð skoðanaskipti sögðu formenn CF
°g NIF að þrátt fyrir góðan fund að mörgu leyti kysu þeir að „gantla módelið“ yrði fyrir
valinu næsta ár.