Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 26
24 Félagsmál VFÍ/TFÍ
Sem fyrr er atvinnuleysi meðal verkfræðinga minnst hér á landi og í Noregi eða minna
en 2%. I Danmörku þáðu um 6,3% félagsmanna greiðslur úr atvinnuleysissjóði, en laun
verkfræðinga þar í landi hafa heldur hækkað miðað við alntenna launaþróun. I Svíþjóð hefur
atvinnuleysið minnkað úr 3% í um 2,3% og í Finnlandi er atvinnuleysi einnig heldur lægra
en verið hefur.
Samstarf og hugmyndir um sameiningu félaga verkfræðinga og tæknifræðinga voru
ræddar. Hjá IDA hafa áætlanir um sameiningu félaganna staðist fullkomlega, en félagið er
þó þrískipt, með þrjár stjórnir og aðskilinn fjárhag. Formaður VFI greindi frá samstarfi VFI
og TFI sem tekist hefur ljómandi vel. Formaður NIF sagði að félagið hefði hafnað viðleitni
Norska tæknifræðingafélagsins, NITO, um sameiningarmál. Sameining félaga verkfræðinga
og tæknifræðinga er heldur ekki á döfinni í Svíþjóð og Finnlandi, en hjá Finnum er sam-
vinna talsverð rnilli félaganna.
CF hefur opnað félagið fyrir svonefnda „h0jskoleingeni0rer“. Þetta er fremur ný náms-
braut sem býður upp á þriggja ára tækninám á háskólastigi. Spurt var hvort CF, þ.e. Civil-
ingeniörforbundet, gæti áfram notað það heiti á félagið eftir að hafa opnað fyrir þessa nýju
félaga. Því var svarað á þann veg að þeir hinir sömu væru nú þegar orðnir félagar.
Finnar sögðu að heima fyrir væru væringar um vinnulöggjöfina og sú orrahríð snerti m.a.
verkfræðinga. Þeir hafa sett yngri félagsmenn í að gera tillögur um hvers þeir vænta af félag-
inu í framtíðinni.
IDA hefur ákveðið að byggja nýtt hús við Kalvebod Brygge. Húsið á að rúma alla starf-
semi félagsins og starfsemi því tengda og stendur til að flytja í húsið sumarið 1998. Fram
kom á NIM-fundinum að kjaradeildin og deild sjálfstætt starfandi innan IDA eru með sjálf-
stæðan fjárhag og eiga hver sinn hlutann í hinu nýja húsi.
Tom Christensen, sem verið hefur fulltrúi félaganna í EMC-nefnd FEANI, lætur af störfum
í september 1997. Finna þarf fulltrúa f hans stað.
A dagskrá NIM-96 var spáð í þróun félaganna fram til ársins 2000. Staðan var metin á
þann veg að eftirspurn eftir verkfræðingum muni aukast og framundan sé betri tíð fyrir
tæknimenntun. Ljóst þykir þó að umtalsverð breyting verði á uppbyggingu félaganna. A
þeim sama fundi fékk Island hrós fyrir vel unnin gögn um „framtíðarspá" og var óskað eftir
að málið yrði tekið upp að nýju á NIM-96, og þá yrðu hin félögin búin að vinna og taka
saman svipuð gögn. Vegna styttingar fundartíma og fjölmennis á NIM-96 vannst ekki tími
fyrir þennan dagskrárlið og að ósk CF verður hann tekinn upp enn einu sinni að ári.
NIM-fundi er fróðlegt að sækja, þeir opna sýn og fylla menn eldmóði til að takast á við
ný verkefni og gera enn betur. Um og yftr hundrað manna starfslið er á launaskrá hjá systra-
félögum okkar og eðlilegt að þeir geti kafað ofan í málin, lagt fram fallega bæklinga o.fl.
Hjá VFÍ og TFÍ eru þrír starfsmenn og skiptist vinnan milli félaganna, VFÍ með 63% og TFÍ
á 37% starfstímans. Með hjálp sjálfboðaliðssveita er þó ótrúlegt hverju VFI fær áorkað, en
þrátt fyrir stærðarmun félaganna er starfsemin keimlík og áherslur þær sömu. Samstarf sem
þetta er VFI bráðnauðsynlcgt, ekki síst nú við síaukna opnun umheimsins. VFI á þessum
systrafélögum mikið að þakka. Við erum sífellt þiggjendur í þessu samstarfi.
Framkvæmdastjóri VFI bauð framkvæmdastjórum norrænu verkfræðingafélaganna til
fundar í Verkfræðingahúsi í janúar 1997, meðal annars til að undirbúa NIM-97 á íslandi
dagana 5.-8. júní. Undirbúningur er þegar hafinn. VFI langar til að taka vel á móti þessum
gestum. Þeir eru okkur kærir og þeir eru aufúsugestir hér í húsi.