Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 32
30 Félagsmál VFÍ/TFÍ
eingöngu fyrir hans dugnað og velvilja að forritið er enn brúklegt, hann hefur öll árin kom-
ið reglulega á skrifstofu félagsins til viðhalds og eftirlits.
Upplýsingarnar sem forritið geymir eru miklar og dýrmætar, en kerfið er þungt og gam-
alt og leyfir eingöngu einn notanda og gamaldags prentara. Stjórn VFÍ þótti ekki verjandi að
búa ekki betur um hnútana og var tveimur stjórnarmönnun falið að kanna hvaða leiðir væru
hagkvæmastar við gerð nýs forrits og hvernig tengja mætti það bókhaldi félagsins. VFÍ á að
vísu, vegna skiptivinnu sem fram fór, óefnt loforð frá SV um að koma forritinu inn í
Windows unthverfi, en ekki er unnt að bíða lengur nteð endurnýjun.
Gróðursetning og grill
Arlegur gróðursetningardagur á lóðinni við Verkfræðingahús var I. júní 1996. Skipt var út
plöntum sem ekki höfðu lifað af veturinn, en einnig var plantað nýjum plöntum. Að starfi
loknu voru grillaðar pylsur og boðið upp á kók og prins póló. Astæða er til að hvetja félags-
menn til að mæta í gróðursetningu á vorin, en það er kjörinn vettvangur til að bjóða mökum
og börnum með og kynnast fjölskyldum félagsmanna.
Gerðardómur
Ekkert gerðardómsmál var afgreitt á árinu. Gerðardómendur, sem Hæstiréttur Islands
tilnefndi, eru Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður, formaður, Ragnar H. Hall hæsta-
réttarlögmaður, I. varaformaður og Páll Sigurðsson prófessor, 2. varaformaður.
Styrktarsjóður J. C. Möllers frá 6. október 1938
I regluin um J.C. Möller-styrktarsjóðinn segir að sjóðsstjórn skuli skipuð þremur mönnum,
einum frá VFÍ, einum frá kennslumálaráðuneyti (menntamálaráðuneyti) og þann þriðja
tilnefnir stofnandi sjóðsins, meðan hann lifir og óskar að nota sér réttinn, en eftir það sendi-
herra Islands eða sá fulltrúi Islands í Kaupmannahöfn sem fer með málefni Islands þar.
Fulltrúi VFI er formaður sjóðsstjórnarinnar.
Að öllu jöfnu skulu rafmagnsverkfræðinemar í lokaáföngum við DTU ganga fyrir styrk-
veitingu, segja reglur sjóðsins. Þann 30. október I996 var Ragnari Kristjánssyni veittur
styrkur úr sjóðnum. Styrkupphæðin var 8.000 Dkr.
Tengiliðir á vinnustöðum
A tæplega 50 vinnustöðum verkfræðinga hafa félagsmenn tekið að sér að vera nokkurs
konar tengiliðir vinnustaðarins og VFI. Tengiliðirnir koma á framfæri til félaga upplýsingunt
um fundi, ráðstefnur og aðrar samkomur á vegum félagins.
Góð gjöf
Á sumardaginn fyrsta veitti VFÍ viðtöku myndarlegri bókagjöf frá Hákoni Jóhannssyni fyrr-
verandi kaupmanni. Um er að ræða Ársrit VFÍ frá 1912-14 og Tímarit VFÍ frá 1916— 1945
sem voru í eigu föður hans og ennfremur tíu kennslubækur í vélaverkfræði sem voru í eigu