Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 38
36 Félagsmál VFÍ/TFÍ
Viðhaldsmál: Árið 1995 var ráðist í kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir. Fundar- og
félagsaðstaðan á 3. Iiæð var bætt, skilveggur lagfærður milli LVFÍ og FRV og lagfærð eld-
húsaðstaða á 2. hæð.
Það var á liðnu starfsári sem ráðrúm gafst til að lagfæra nýja geymslu fyrir VFÍ og TFÍ
í kjallara. Handsal óskaði eftir auknu rými í kjallara vegna þrengsla. Til að verða við óskum
fyrirtækisins varð að rýma eldri geymslu, setja á hana glugga og ráðast í umtalsverðar fram-
kvæmdir. Er það von húsnefndar að leigjendur meti þetta framtak.
I samvinnu við Handsal voru settar upp fánastangir fyrir frarnan Verkfræðingahús.
Bílastæðarými framan við hús er naumt og hefur verið reynt að bæta þar úr. Viðbótar-
bílastæði voru teiknuð á samsvarandi hátt og leyfð höfðu verið við nálæg hús við Engjateig.
Leitað var til Reykjavíkurborgar um samþykki og virðist lausn fengin. Þá er stutt í fram-
kvæmdir og mun húsnefnd fylgja málinu eftir.
Keypt var málverk af Jóhönnu Bogadóttur er hún hafði lánað í húsið og hangir það uppi
í félagsaðstöðu á 3. hæð.
Að auki hefur margt fleira komið upp, eins og bilanir í loftræstikerfi, snjóbræðslukerfi,
skemmdir á sorpgeymsluhurð, skipt hefur verið um brotnar rúður og fleira smávægilegt.
Til margra ára hafa félagsmenn óskað eftir og bent á þörf fyrir að Verkfræðingahús yrði
auðkennt með merkingu. Nú gefst fyrst svigrúm til að verða við þessum óskum. Húsnefnd
hefur látið vinna tillögur að merkingu og jafnvel lýsingu hússins og liggja þær nú fyrir. Von-
andi verður stutt í framkvæmdir.
Enn hefur ekki fengist lausn á stækkun á lóð okkar til norðurs í átt að Sigtúni, sem
tilkomin er að ósk Reykjavíkurborgar vegna lítils háttar breytinga borgarinnar á göngu-
stígum á svæðinu.
Þar sem rýmri staða hússjóðs er fyrirsjáanleg, er hægt að taka betur til hendinni við hin
ýmsu viðhaldsverkefni sem orðið er brýnt að sinna, bæði utanhúss sem innan.
Samstarf víð LVFI: Eins og fyrri ár hefur brunnið á mönnum eignaskipting Verkfræðinga-
húss, ekki síst vegna þeirrar umræðu, sem átt hefur sér stað um sameiningu lífeyrissjóða,
opnun LVFI fyrir öðrum starfsstéttum og þar með hugsanlega þverrandi áhrif verkfræðinga
innan sjóðsins. Það ánægjulega gerðist á árinu að fullt samkomulag náðist milli VFÍ og
LVFI um skiptingu lóðar og eignarskiptingu í kjallara.
Húsnefnd VFÍ
Halldór Þór Halldórsson formaður
Menntamálanefnd VFÍ
Skipan nefndarinnar og fundir: Á fundi framkvæmdastjórnar VFÍ, þann 14. apríl 1996,
voru eftirtaldir félagar skipaðir til setu í menntamálanefnd VFÍ til 1. maí 1997: Guðleifur M.
Kristmundsson formaður, Steindór Guðmundsson ritari, Guðjón S. Aðalsteinsson, Hilmar
Sigurðsson og Pétur K. Maack.
I nóvember 1996 tók Jón Vilhjálmsson sæti í nefndinni. Jón er formaður ENSÍM-nefdar
VFI, TFI og SV og mun sjá um endurmenntunar- og símenntunarmál af hálfu MVFÍ. Jón sat
áður í menntamálanefnd árin 1983-1990, þar af sem formaður 1988-1990.