Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 40
38 Félagsmál VFI/TFI
tökum sem neí'nist „Efling raungreinakennslu í framhaldsskólúm á Islandi“. Menntamála-
ráðherra voru afhent nokkur eintök af bæklingnum en megnið var sent til allflestra grunn-
og framhaldsskóla landsins. Sérstakur fundur var haldinn í Verkfræðingahúsi í lok október
með fulltníum kennara og skólastjórnenda til kynningar á bæklingnum.
I tilefni af bæklingi MVFI um eflingu raungreinakennslu var haldinn fundur með for-
mönnum þriggja forvinnuhópa í stærðfræði og raungreinum vegna endurskoðunar aðal-
námsskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla sem nú stendur yfir.
Formaður MVFÍ flutti framsöguerindi á málþingi Félags framhaldsskólakennara og VFÍ
í desember 1996, „Menntun til framtíðar". Þar var m.a. fjallað um niðurstöður alþjóðlegrar
könnunar, svokallaðrar TIMSS-könnunar, á árangri grunnskólanemenda í raungreinum.
Nefndinni barst erindi frá Fleti, samtökum stærðfræðikennara, með hugmyndum um
hugsanlegt samstarf á sviði eflingar raungreinakennslu í landinu.
Endurskoðun á reglum VFI um inngöngu í félagið og starfsheitið verkfræðingur:
Miklar umræður fóru fram innan nefndarinnar um endurskoðun á núgildandi reglum um inn-
göngu í félagið og um réttinn til að nota starfsheitið verkfræðingur. Tilefni umræðunnar var
m.a. að verkfræðideild HÍ hefur fengið heimild í reglugerð til að útskrifa fólk eftir 3ja ára
nám með BS-gráðu. Ljóst er að þetta fólk fær ekki að kalla sig verkfræðinga auk þess sem
þetta nám fellur ekki að hugmyndum VFÍ um þriggja og hálfs árs nám til BS-gráðu. Um-
ræðurnar tengdust einnig hugmyndum um sameiningu VFI og TFI í eitt félag svo og þeim
umræðum sem fram fóru í svokallaðri VT-nefnd um hugsanlega samvinnu Tækniskóla Is-
lands og verkfræðideildar HÍ. Fram hefur komið að kennarar verkfræðideildar eru flestir
hlynntir 5 ára kröfunni gagnvart verkfræðingsheitinu, sbr. menntastefnu VFI, og deildin
hefur verið að laga sig að þessu viðhorfi á undanförnum árum. Innan félagsins liggur fyrir
áætlun um viðræður við iðnaðarráðuneytið um 5 ára kröfu VFÍ. Jafnframt liggur fyrir að fé-
lagið hættir að viðurkenna 4 ára námið sem fullgilt, með tilliti til starfsheitisins.
Innra starf menntamálanefndar: Nokkur umræða varð um hugsanlegar undirnefndir
menntamálanefndar sem fengju sérstök afmörkuð verkefni sem brýnt væri að sinna en
menntamálanefnd nær ekki að komast yfir við núverandi aðstæður. Bent var á ýmsa mála-
flokka sem til greina kæmu í þessu sambandi, m.a. erlent samstarf, samstarf við innlendar
menntastofnanir, samtök og fagfélög, eflirlit með inntökureglum og starfsheiti, eftirlit
með háskólanámi o.fl. Engar endanlegar niðurstöður urðu í málinu að svo stöddu en
nefndarmenn voru sammála um að eftirlit með inntökureglum félagsins og starfsheitinu
væri kjölfestan í starfi menntamálanefndar og yrði að vera áfram í höndum nefndarinnar
sjálfrar.
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands: Haustfundur EHÍ var haldinn í nóvember. I
skýrslu um starfsemi og stöðu EHI kemur fram að heildarfjöldi nemenda í námskeiðum árið
1996 fór yfir 8.000 og er ekki að sjá að fjöldinn hafi enn náð hámarki. Flest námskeið eru
15-25 klst. en hlutfall lengra náms, þ.e. náms sem tekur 2-3 misseri, vex stöðugt og er nú
um 40%. Skýrslan liggur frammi á skrifstofu VFI.
A fundinum var m.a. fjallað urn rekstrarform EHÍ og spurt hvort þar sé breytinga þörf.
Almennt virtist sú skoðun ríkjandi að ekki væri þörf breytinga að þessu leyti enda gæfi þátt-