Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 42
40 Félagsmál VFÍ/TFÍ
Lokaorð: Menntamálanei'nd þakkar framkvæmdastjórn félagsins, framkvæmdastjóra og
starfsfólki ánægjulega samvinnu. Undirritaður hefur undanfarin sjö ár gegnt formennsku í
nefndinni og mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ég vil þakka samnefndar-
mönnum mínum fyrir afar skemmtilegt samstarf á þessum árum. Sérstakar þakkir færi ég
Hilmari Sigurðssyni fyrir setu hans í nefndinni sl. átta ár, en Hilmar hefur einnig ákveðið að
gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Menntamálanefnd VFI
Guðleifur M. Kristmundsson formaður
Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd starfsársins var skipuð eftirtöldum mönnum: Oddur B. Björnsson formaður, Þór-
arinn Magnússon, Halldór Þór Halldórsson, Vífill Oddsson og Guðmundur G. Þórarinsson.
Siðanefnd er skipuð fimm fyrrverandi formönnum VFÍ. Hver maður situr í nefndinni í
fimm ár og síðasta árið sem formaður.
A árinu var haldinn fundur í siðanefnd starfsársins 1995-1996 (formaður Jón Ingi-
marsson) til að ganga frá álitsgerð nefndarinnar vegna máls er varðar hagnýtingu verk-
fræðings á útboðsgögnum frá öðrum verkfræðingi, en málið hafði verið á dagskrá frá því á
síðasta starfsári.
I niðurstöðuorðum leggur siðanefnd til að framkvæmdastjórn VFÍ efni til umræðna um
hvað teljist „góð fagleg vinnubrögð" við hönnun og gerð útboðsgagna.
Siðanefnd starfsársins 1996-1997 hélt einn fund á árinu, en ekkert mál hefur borist
nefndinni frá félögum til umfjöllunar. A fundinum var m.a. fjallað um áframhald á kynningu
siðareglna meðal verkfræðinga, en siðanefnd hefur undanfarin ár kynnt ýmsar hliðar siða-
reglanna með greinum í Verktækni. Einkum var rætt um hvort lág tilboð verkfræðinga í
hönnun á undanförnum misserum geti leitt lil óvandaðra vinnubragða og almenns skorts á
fagmennsku sem hugsanlega varði við siðareglur VFÍ.
Siðanefnd VFÍ
Oddur B. Bjömsson formaður
Útflutningsnefnd VFÍ
Eftirfarandi greinargerð fjallar um helstu störf útflutningsnefndar á tímabilinu mars 1996 til
febrúar 1997. Nefndin hélt 14 fundi á tímabilinu og hefur þá haldið 86 fundi frá upphafi
starfsins.
Jón Hjaltalín Magnússon, skipaður af stjórn VFI, sagði af sér störfum fyrir nefndina á
miðju ári 1996. I nefndina eiga nú sæti eftirfarandi menn: Andrés Svanbjörnsson formaður
(VFI), Svavar Jónatansson varaformaður (FRV), Guðjón Aðalsteinsson (SV), Gunnlaugur
B. Hjartarson (BVFÍ), Lárus Ásgeirsson (VVFÍ), Sverrir Þórhallsson (EVFÍ), Páll Gíslason
(VFÍ) og Þórður Helgason (RVFÍ).
Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri SV, hefur setið l'lesta fundi nefndarinnar á tíma-
bilinu og starfað fyrir hana samkvæmt samkomulagi milli VFÍ og SV.