Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 43
Skýrslur fastanefnda VFI 41
Skattamál: Nefndin setti sér það markmið á starfsárinu að leggja höfuðáherslu á skattamál
tengdum útflutningi á tækniþekkingu. Gera þarf íslenska skattalöggjöf samkeppnishæfa við
hliðstæða löggjöf á hinum Norðurlöndunum, þannig að ekki verði erfiðara að fást við
útflutning frá íslandi en frá þeim. Þetta tekur m.a. til skattfríðinda vegna starfa erlendis, til
handa einstaklingum og fyrirtækjum. Ákveðið var að gera samanburð á skattalöggjöf á
íslandi og Norðurlöndunum með það fyrir augum að gera tillögur að hugsanlegum breyt-
ingum á skattalöggjöf og reglugerð í ljósi þess að það er yfirlýst forgangsverkefni ríkis-
stjórnarinnar að bæta samkeppnisstöðu Islands með hvetjandi skattalöggjöf.
í ferð sinni til Danmerkur í maí 1996 safnaði Jónas G. Jónasson upplýsingum um
hvernig þessum málum er háttað í Danmörku, m.a. með viðræðum við danska verkfræðinga-
félagið, IDA, og íslenska verkfræðinga sem starfa hjá Pihl & Spn. Jafnframt þessu var
kannað hjá íslenskum stjórnvöldum hvaða áform væru í undirbúningi varðandi lagfæringar
á skattaumhverfi og reyndust þau engin vera. Nefndin ákvað því á síðastliðnu ári að gera
úttekt á þessum málum í nágrannalöndunum. Nú liggur fyrir áfangaskýrsla frá Endur-
skoðunarmiðstöðinni þar sem einkurn eru skoðuð eftirfarandi fjögur atriði.
* Skattaleg staða einstaklinga sem vinna hjá fyrirtækjum sem eru í erlendum viðskiptum
og sem þurfa að dvelja langdvölum erlendis, hugsanlegar skattívilnanir þeim til handa
eða fastmótaðar reglur um hvernig beri að skattleggja þá.
* Skattaleg staða fyrirtækja sem leggja út í mikinn rannsóknar- og þróunarkostnað á
meðan verið er að reyna að skapa grunn fyrir hugsanleg verkefni.
* Annar óbeinn stuðningur hins opinbera við fyrirtæki í útrásarverkefnum.
* Tillögur um breytingar og lagfæringar á íslenskum skattalögum og skattframkvæmd.
Stjórn VFÍ veitti til þessa verkefnis 150.000 kr. á síðastliðnu ári. Nefndin sótti um 500.000
kr. tjárveitingu til stjórnar VFI til að halda þessu verkefni áfram 1997.
Samstarf við stjórnvöld um leiðir til að etta útrás íslenskra fyrirtækja: Nefndin hélt
áfram samstarfi við samstarfsnefnd um atvinnustarfsemi og fjárfestingar erlendis, en hlut-
verk þeirrar nefndar er að móta stefnu um það hvernig best verði hlúð að þeim vaxtar-
broddum sem verkefnaútflutningur og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis eru þegar
orðnir. Utflutningsnefndin lagði samstarfsnefndinni til ýmsa áherslupunkta úr starfi sínu og
hefur samstarfsnefndin tekið undir mörg af sjónarmiðum hennar. Áformað var að kynna
starf samstarfsnefndarinnar á sameiginlegum fundi í VFI fyrr á yfirstandandi starfsári en þar
sem dregist hefur að ganga frá skýrslu samstarfsnefndarinnar hefur slíkur fundur ekki orðið
enn. Nú liggja fyrir drög að skýrslu þessari, dagsettri í febrúar 1997, og er fyrirhugað að
kynna hana ásamt tillögum útflutningsnefndar í skattamálum á sameiginlegum fundi á
vegum VFÍ síðar í vetur.
Fjármögnunarsjóðir: Útllutningsnefnd tók þátt í móttöku prófessors L. B. M. Mennes,
hagfræðings og forstjóra fjármögnunarsjóðsins FMO í Flollandi sl. vor. Samstarfsnefnd um
verkefnaútflutning og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis bauð prófessor Mennes og
Engilbert Guðmundssyni, aðstoðarforstjóra Norræna þróunarsjóðsins, til íslands til að
kynna störf þessara sjóða. Sá fyrrnefndi greindi frá starfsemi FMO, áhættufjársjóði sem tjár-