Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 45
Skýrslur fastanefnda VFI 43
nýjun manna og málefna. Útflutningsnefnd hefur gert tillögur til stjórnar VFÍ um áfram-
haldandi störf nefndarinnar.
Tillögur Útflutningsnefndar VFÍ um framtíöarskipan nefndarinnar:
1. Útflutningsnefnd VFÍ hefur starfað í fjögur ár. Á þessum tíma hefur tekist náið sam-
starf með fulltrúum stjórnvalda, sem vinna að svipuðum markmiðum, þ.e. að finna
leiðir til að hlúa að vaxtarbroddum í útflutningsstarfsemi sem tengist tækniþekkingu.
Ýmsa áherslupunkta úr starfi útflutningsnefndar er að finna í stefnu núverandi ríkis-
stjórnar.
2. Starf útflutningsnefndar er í eðli sínu langtímastarf og því er það skoðun nefndarinnar
að starfinu beri að halda áfram.
3. Útflutningsnefnd skipuðu upphaflega tíu fulltrúar, fjórir skipaðir af stjórn VFI og sex
tilnefndir af fagfélögunum, BVFÍ, VVFÍ, EVFÍ, RVFÍ, og hagsmunafélögunum, FRV
og SV. Stjórnin skipaði formann og nefndin hefur kosið sér varaformann. Tveir menn
skipaðir af stjórn VFÍ hafa sagt sig úr nefndinni. Af þeim átta sem nú starfa í nefnd-
inni hafa fimm starfað þar frá upphafi.
4. Útflutningsnefndin hefur rætt framtíðarskipan nefndarinnar og komist að raun um að
fækka megi nefndarmönnum um þrjá, þannig að framvegis verði hún skipuð sjö
mönnum, einurn manni frá hverju hinna fjögurra fagfélaga auk FRV og SV, og einum
sem sé skipaður af stjórn VFI, og sé hann formaður nefndarinnar. Nefndin kjósi sér
sjálf varaformann en skipti að öðru leyti með sér verkum.
5. Til að viðhalda áhuga og efla störf nefndarinnar verði séð svo um að hún endumýist
reglulega, með tilnefningum til tveggja ára í senn, og skarist störf nefndarmanna til
dæmis samkvæmt eftirfarandi reglu sem gildi frá og með næsta starfsári. Heimilt
verði að framlengja starfstíma fulltrúa í nefndinni, þannig að hann starfi í fjögur ár
samfellt:
VFI skipar formann lil tveggja ára.
SV tilnefnir nefndarmann lil tveggja ára
RVFÍ tilnefnir nefndarmann til tveggja ára
VVFÍ tilnefnir nefndarmann til tveggja ára
FRV tilnefnir nefndarmann til eins árs, síðan til tveggja ára
EVFÍ tilnefnir nefndarmann til eins árs, síðan til tveggja ára
BVFÍ tilnefnir nefndarmann til eins árs, síðan til tveggja ára
6. Stefnt verði að því að útflutningsnefnd skipuleggi félagsfund eða ráðstefnu á vegum
VFÍ um áhugaverð málefni á sviði nefndarinnar a.rn.k. annað hvert ár.
7. Útflutningsnefnd njóti áfram svipaðrar aðstöðu og þjónustu af hálfu starfsfólks VFI
eins og hingað til. Nefndinni verði lagt til hóflegt fjárframlag samkvæmt fjárhags-
áætlun sent ber að leggja fyrir stjórn VFI árlega.
Útflutningsnefnd VFÍ
Aiulrés Svanbjömsson fonnaður