Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 50
48 Félagsmál VFI/TFI
Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ
Stjórn Rafmagnsverkfræðingadeildar VFI skipa: Ivar Þorsteinsson formaður, Pétur E.
Þórðarson stallari, Þorgeir Einarsson gjaldkeri og Guðmundur Valsson ritari.
Starfsemi deildarinnar hefur verið með sama sniði og áður. Þrír félagsfundir hafa verið
haldnir það sem af er starfsárinu, einn í húsakynnum VFI en tveir hjá fyrirtækjum.
Fyrsti fundurinn var haldinn 4. desenrber 1996 hjá Flugmálastjórn. Fundarefni bar heitið
„Nýtt flugstjórnarkerfi Flugmálastjórnar". Fyrirlesarar voru Haukur Hauksson aðstoðarflug-
málastjóri, Hákon Ásgrímsson rafmagnsverkfræðingur, Brandur Guðmundsson rafmagns-
verkfræðingur, Ólafur J. Ólafsson rafmagnsverkfræðingur og Brynjar Arnarsson rafmagns-
verkfræðingur.
Fyrirlesarar gerðu ítarlega grein fyrir flugstjórnarkerfinu, uppbyggingu þess og tilgangi.
Að því loknu var tækjabúnaður í nugstjórnarmiðstöð skoðaður. Fundarmenn voru um 30.
Annar fundurinn var haldinn 29. janúar 1997 í húsakynnum VFI. Fundarefnið var:
„Hvað er tækni? Megineinkenni tækni og tengsl hennar við list og siðferði“. Fyrirlesari var
Páll Skúlason prófessor. Hann ræddi um tækni, list og vísindi og hvernig þessir þættir
íléttuðust saman. Þá fjallaði hann einnig um notkun tækninnar lil góðs og ills svo og áhrif
tækninnar á umhverfið. Umræður um efnið voru líflegar og var víða komið við. Fundarmenn
voru tæplega 20.
Þriðji fundurinn var haldinn 1. mars 1997 í húsakynnum Landsvirkjunar við Sogið.
Fundarefnið var: „Endurnýjun raf- og vélbúnaðar Sogsvirkjana“. Fyrirlesarar voru Guðmund-
ur Pétursson rafmagnsverkfræðingur og Guðlaugur Þórarinsson byggingaverkfræðingur.
Fyrirlesarar gerðu grein fyrir þeim framkvæmdum sem standa yfir í virkjununum við
Sogið, en umtalsverðum fjármunum er nú varið til breytinga og endurnýjunar á raf- og
vélbúnaði virkjananna, auk mannvirkja. Fundarmenn voru um 20.
Það er áhyggjuefni núverandi stjórnar hversu léleg fundarsókn hefur verið á starfsárinu.
Er hér um að ræða mikla breytingu til hins verra frá því sem var á árum áður. Eflaust liggja
til þess ýmsar ástæður, sem gætu t.d. verið af áhugaleysi félagsmanna, samkeppni við aðra
aiþreyingu, lítt áhugaverð fundarefni eða úrelt fundafyiirkomulag. Til að reyna að fá betri
mynd af ástæðum fyrir dræmri þátttöku í fundum deildarinnar var í síðustu viku send úl
skoðanakönnun til allra félagsmanna. Er þess vænst að upplýsingar úr henni geti orðið
leiðarljós fyrir næstu stjórnir til að nýta sér upplýsingarnar til að aðlaga fundarefni og funda-
fyrirkomulag betur að þörfum félagsmanna og stuðla þannig að betri fundarsókn í fram-
tíðinni.
Rafmagnsverkfrœðingadeild VFI
Ivar Þorsteinsson formaður
Orðanefnd RVFÍ
Á starfsárinu vann Orðanefnd RVFÍ, fram að sumarleyfum 1996, fyrst og fremst að yfirlestri
á fyrri umfjöllunum sínum á köflum 301, 302 og 303 úr orðasafni Alþjóðlega raftækni-
ráðsins, IEC, sem fjalla um almenn heiti úr rafmagnsmælitækni og ýmsar gerðir rafmagns-
og rafeindamæla. Að loknum sumarleyfum voru kaflar 321 um mælispenna, 351 um sjálf-