Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 51
Skýrslur fagdeilda VFI 49
virkar stýringar og 371 um fjarstýringar endurskoðaðir, en áætlað er að allir þessir kaflar
verði gefnir út í tveimur bindum í ritröðinni Raftækniorðasafn. Að endurskoðun þessara
kafla lokinni hófst fyrsta endurskoðun nefndarmanna á 411. kafla IEC-orðasafnsins, en hann
fjallar um snúðvélar. Sá kafli er svo stór einn ög sér, að hann verður gefinn út sem sérstakt
bindi Raftækniorðasafns. Því má segja að nú hilli undir útgáfu þriggja binda Raftækniorða-
safns, ef styrkir fást til útgáfu þeirra. Tveir nefndarmanna unnu feiknamikið starf á umræddu
tímabili auk nefndarstarfa við undirbúning að útgáfu íslensks-ensks/ensks-íslensks orða-
safns, sem nefndin hafði hlotið styrk Málræktarsjóðs til að gefa út. Þeir nutu stuðnings
félaga síns úr nefndinni við að skila íðorðum úr tölvu nefndarinnar, sem birtast áttu í bók-
inni, í prentsmiðjutæku formi. Verkið var seinunnið en bókin kom þó að lokum úr bókbandi
hinn 20. febrúar 1997. Þar með eru bækur Orðanefndar RVFI orðnar alls níu.
Á „Degi íslenskrar tungu“, sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn 16. nóvember 1995,
var Orðanefnd veitt viðurkenning menntamálaráðherra fyrir störf í þágu móðurmálsins og
fylgdi henni afburðafallegt glerlistaverk með áletrun. Orðanefndarmenn eru þakklátir ráð-
herra fyrir þessa viðurkenningu, sem sannarlega hvetur nefndarmenn til að halda áfram því
íðorðastarfi sem rafmagnsverkfræðingar eru frumkvöðlar að meðal verkfræðinga. Það er
jafnframt ntikill heiður að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn sent hún er veitt. Liðin eru
56 ár frá því að rafmagnsverkfræðingar kusu orðanefnd í nýstofnaðri rafmagnsverk-
fræðingadeild Verkfræðingafélagsins, árið 1941. Orðanefndin hefur starfað ósljtið af
miklum krafti öll þessi ár og oftast komið saman vikulega mestan hluta árs. Hún er langelsta
starfandi orðanefnd verkfræðinga og í raun arftaki Orðanefndar Verkfræðingafélagsins sem
starfaði með miklum árangri á árunum 1919 til 1932.
Orðanefndin gefur sjálf út bækur sínar, eftir að Bókaútgáfa Menningarsjóðs var lögð
niður. Önnur bókaforlög hafa ekki sýnt áhuga á að gefa út orðabækur nefndarinnar, enda er
ekki búist við miklum afgangi af sölu bókanna. Mesti ókosturinn við þetta fyrirkomulag er
að nefndarmenn þurfa sjálfir að sjá um dreifingu bókanna til bókabúða, innheimta reikninga
til þeirra, gjalda ríkissjóði sinn hluta og skila honum skýrslum, þó að engar bækur seljist, en
allt þetta mæðir á féhirði nefndarinnar. Annar ókostur er sá að nefndarmenn eiga ekki
greiðan aðgang að hentugu geymsluhúsnæði nema vegna góðvildar Pósts og síma og Prent-
smiðjunnar Odda. Ljóst er að skortur á hentugu geymsluhúsnæði fyrir bækur Orðanefndar á
eftir að verða til vandræða fyrr en seinna.
íslensk málstöð hefur ekki haft bolmagn til þess undanfarin ár að leggja ORVFÍ lið með
aðstoð íslenskufræðings, eins og hún gerir þó við einhverjar aðrar orðanefndir. Nefndar-
mönnum finnst afar slæmt að njóta ekki þessarar aðstoðar lengur, enda var reynsla þeirra af
störfum með íslenskufræðingum góð á árum áður og fyrir þá reynslu er nefndin þakklát.
Orðanefnd hefur nú sótt um styrk til Málræktarsjóðs til þess að ráða íslenskufræðing á
launum til að starfa með nefndinni, ef það mætti verða til þess að sérfræðingur um íslenskt
mál og orðmyndun fyndist og fengist til starfa, en geta má þess hér að nefndarmenn hafa frá
upphafi ekki þegið laun eða þóknun fyrir störf sín í þágu orðanefndarinnar. Þetta sjónarmið
gæti breyst með breyttum tíðaranda og rætt hefur verið um að starfsmaður í hlutastarfi gæti
llýtt starfi nefndarmanna og unnið störf sent þarf að sinna utan nefndartíma, l.d. á útgáfu-
tíma bóka.
Nefndarmenn úr hópi rafmagnsverkfræðinga eru kosnir á aðalfundum RVFI en nefndar-
menn hafa fengið tvo áhugasama félaga úr hópi rafmagnstæknifræðinga til liðs við sig.