Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 60
1.1.6 Aðalfundur VFI
12. mars 1996 — fundargerð
Formaður félagsins, Pétur Stefánsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Því
næst gerði hann tillögu um Eystein Haraldsson sem fundarstjóra og var sú tillaga samþykkt.
Fundarstjóri skipaði Snæbjörn Jónsson fundarritara.
Að þessu sinni gengu úr stjórn: Karl Omar Jónsson fráfarandi formaður, Snæbjörn
Jónsson meðstjórnandi og Birgir Ómar Haraldsson varameðstjórnandi.
Skýrslur um störf félagsins á liðnu starfsári
Formaður VFI, Pétur Stefánsson, fiutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan
fylgdi með í heild sinni (fylgiskjal 1) og inniheldur hún einnig skýrslur einstakra nefnda.
Nokkrir nefndarformenn kvöddu sér hljóðs, sbr. hér að neðan.
I máli formanns kom meðal annars fram að megináherslur starfsársins hefðu verið eftir-
farandi: 1) Aukin þjónusta við félagsmenn
Aðalfundur VFl var haldinn 12. mars 1997.
Eysteinn Haraldsson fundarstjóri of> Pétur
Stefánsson formaður. (Ljósm. Arnbjörg Edda
Guðbjömsdóttir).
og aukið aðhald í rekstri skrifstofu, 2) Réttinda-
mál verkfræðinga, 3) Menntunarmál verk-
fræðinga og samstarf við Háskóla íslands, 4)
Endurmenntunarmál, 5) Útgáfumál, 6) Kynn-
ingarstarf, fundir og ráðstefnur, 7) Samstarf við
Tæknifræðingafélag Islands, 8) Samrekstrar-
og sameiningarmál VFÍ, TFÍ og SV og 9) Net-
tenging skrifstofu.
Með tilvísun til töluliðar 2 hér að ofan benti
formaður sérstaklega á nauðsyn þess að verk-
fræðingar ættu sér öflugan málsvara þegar mál
sem varða hagsmuni stéttarinnar eru til umfjöll-
unar hjá stjórnvöldum. Benti hann á að ýmsar
aðrar starfsstéttir sinntu slfkri hagsmunagæslu
af mun meiri krafti en verkfræðingar og að hér
þyrfti Verkfræðingafélagið að efla starfsemi
sína, ef til vill í samstarfí við önnur félög.
Andrés Svanbergsson, formaður útflutn-
ingsnefndar VFÍ, benti sérstaklega á skýrslu
nefndarinnar, „Áfangaskýrsla um skattamál“,
frá 11. mars 1997. Skýrslan er unnin af útflutn-
ingsnefndinni í samvinnu við Endurskoðunar-
miðstöðina, Coopers og Lybrand ehf. Andrés
lagði áherslu á að um áfangaskýrslu væri að