Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 61
Aðalfundur VFI 59
ræða. Tilgangurinn með gerð skýrslunnar er að
hvetja til breytts skattaumhverfis í þá átt að
hvetja til verkefnaútflutnings og starfsemi
íslenskra fyrirtækja erlendis. Andrés upplýsti
að nefndin hygðist efna til kynningarfundar
eða ráðstefnu fyrir sumarið 1997 um þær
niðurstöður sínar sem þegar liggja fyrir.
Halldór Þ. Halldórsson, formaður hús-
nefndar VFÍ, tók næst til máls en frarn kom í
máli hans að hússjóður þiggur nú ekki framlög
frá félagssjóði. Skuldir vegna húsbyggingar-
innar liafa verið greiddar upp á mjög stuttum
tíma, sem helgast meðal annai's af þróun fjár-
málamarkaðar á íslandi. Þá nefndi Halldór að
húsnefndin hefði trausta leigjendur, sem væri
vitaskuld verðmætt. Framkvæmdir voru
nokkrar á árinu, m.a. voru settar upp fána-
stengur framan við húsið. Þá er í bígerð að
setja merki VFl utan á húsið og koma upp flóð-
lýsingu. Fram kom í máli Halldórs að Reykja-
víkurborg hefði óskað eftir breytingum á lóð
félagsins og að samkomulag hefði náðst við
LVFI um eignarhlut í lóð hússins.
Bergur Jónsson, formaður orðanefndar
RVFI, ræddi um störf nefndarinnar sem staðið
hefur að útgáfu Raftækniorðasafns IEC og alls
átta orðabóka. Utgáfa níundu orðabókarinnar
er nú í undirbúningi. Eftir að Bókaútgáfa
Menningarsjóðs var lögð niður hefur nefndin
gefið bækurnar út sjálf og er langt komin með
handrit að þremur öðrum bókum. Ef styrkir
fást er stefnt að því að tíunda bókin komi út í
haust og hinar tvær næstu tvö árin. Bergur
sagði að nefndin hefði ekki fengið stuðning frá
Islenskri málnefnd, þ.e. aðstoð málfræðinga,
eins og henni ber þó skv. lögum. Þá upplýsti
Bergur að á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvem-
ber 1996, hafi menntamálaráðherra veitt orða-
nefndum BVFÍ og RVFÍ sérstakar viðurkenn-
ingar og hafði meðferðis skrautgrip sem
afhentur var við það tilefni.
Einar B. Pálsson, formaður orðanefndar
BVFÍ, kynnti starfsemi orðanefndar bygg-
ingarverkfræðinga og sagði nefndina starfa í
Andrés Svanbergsson, formaður útflutnings-
nefndar VFI, flutti skýrslu nefndarinnar á
aðalfundi VFI. (Ljósm. Arnbjörg Edda Guð-
björnsdóttir).
Halldór Þ. Halldórsson, fonnaður hús-
nefndar VFI, flutti skýrslu nefndarinnar á
aðalfundi VFI. (Ljósm. Arnbjörg Edda Guð-
björnsdóttir).