Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 62
60 Félagsmál VFÍ/TFI
tveimur vinnuhópum. Tækniþróun er að sögn Einars svo ör að orðasafn sem vinna var hafin
við fyrir tíu árum er nú orðið úrelt, svo mikið vantar inn í safnið að það er ónothæft. Einar
segir að forystu vanti frá hendi menntamálaráðuneytis, þ.e. þar hafi enginn það starf með
höndum að gæta íslenskrar tungu. Einar sagði frá því að til nefndarinnar hefði leitað fransk-
ur blaðamaður frá Liberation sem kom hingað til lands til að kynna sér nýyrðasmíði
íslendinga. Þá lýsti Einar þeirri skoðun sinni að orðasafn rafmagnsverkfræðinga væri ein-
stætt í heiminum, engin önnur akademísk stétt ætti slíkt verk, sem er stórmerkilegt. Einar
sagði einnig frá því að íslenska væri langminnsta tungumálið í heiminum sem er fullkomið
tungumál og bókmál. Þá sagði hann frá því að nágrannaþjóðirnar ættu mjög í vök að verjast
með tungumál sín, t.d. Norðmenn, Svíar, Danir og Þjóðverjar.
Magnús Bjarnason tók til máls og beindi spurningu lil Halldórs Þ. Halldórssonar varð-
andi samkomulag við LVFÍ um skiptingu lóðar. í svari Halldórs kom fram að lóðinni var
upphaflega úthlutað til VFÍ, en LVFÍ kom síðar inn í framkvæmdina. Samkomulagið felur í
sér að VFÍ á lóðina númer 7 en eigendur hússins eiga lóðina númer 9, í réttu hlutfalli við
eignarhlut í húsinu.
Reikningsskil. Félagssjóður / hússjóður / Verktækni
Kristinn Gestsson, löggiltur endurskoðandi og reikningslegur endurskoðandi VFI, fór yfir
ársreikninga félagsins. Ársreikningum VFÍ er skipt í eftirfarandi reikninga:
Ársreikningur 1996 fyrir Félagssjóð VFÍ
Ársreikningur 1996 fyrir Hússjóð VFÍ
Samstæðureikningur !996fyrirVFI
Ársreikningur 1996 fyrir Verktækni
Kristinn Gestsson er reikningslegur endur-
skoðandi VFI. (Ljósm. Arnbjörg Edda Guð-
björnsdóttir).
(fylgiskjal 2)
(fylgiskjal 3)
(fylgiskjal 4)
(fylgiskjal 5)
Rekstrartekjur í ársreikningi félagssjóðs, sem
eru eingöngu félagsgjöld, voru 15,1 milljón
króna. Það eru tæpum tveimur milljónum
króna hærri tekjur en á árinu 1995. Rekstrar-
gjöld voru 8,8 milljónir króna. Hagnaður af
aðalstarfsemi var því um 6,3 milljónir króna,
en honum var að mestu varið til annarrar starf-
semi sem lélagið sinnir.
Rekstrartekjur í ársreikningi hússjóðs eru
um 5,8 milljónir króna en rekstrargjöld um 2,8
milljónir króna. Hagnaður ársins án fyrninga er
því um 3 milljónir króna. Að teknu tilliti til
fyrninga og fjármagnsliða er hagnaður sjóðsins
um ein milljón króna. Heildareignir hússjóðs
eru um 79 milljónir króna, þar af eigið fé um
73 milljónir. Þá kemur fram að bókfærðar lang-
tímaskuldir eru nú núll krónur, þar sem af-
borgun næsta árs mun greiða langtímaskuldir
upp að fullu.