Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 66
64 Félagsmál VFÍ/TFÍ
Varðandi stefnumörkun fyrir deildina sagði
Björn ný lög og reglugerðir vera í undirbúningi
hjá stjórnvöldum. Rakti hann hvaða nefndir
væru nú að störfum og var þar helst ráðuneytis-
nefnd á vegum menntamálaráðherra sem
Gunnar Jóhann Birgisson veitir formennsku. Sú
nefnd hefur það verkefni að undirbúa ramma-
löggjöf um háskólastigið. Starfsmaður nefndar-
innar er Þorgeir Örlygsson. Fram kom að unnið
er út frá hugmynd um fjóra skóla með mikið
sjálfstæði, þ.m.t. „Verkvísindaskóla“ sem
samanstendur í raun af Verkfræðideild og Raun-
vísindadeild. Skipurit Háskólans samkvæmt
þessum hugmyndum er þannig að efst er rektor
Háskólans, þá háskólaráð og loks aðrir „skólar"
HÍ, þ.m.t. áðurnefndur „Verkvísindaskóli". Gert
er ráð fyrir að skólinn hafi náin tengsl við t.d.
rannsóknarstofnanir og tæknifyrirtæki.
Björn ræddi nokkuð um þá prófgráðu sem
Háskólinn útskrifar nemendur sína nteð og
vísaði þar til reglugerðar um verkfræðinám í
HÍ, 103. grein. Reglugerðin veitir skólanum
heimild til að útskrifa nemendur með BS-próf
(3 ár, 90 einingar), CS-próf (sem hætt er að
nota, 4 ár, 120 einingar), MS-próf (5 ár, 150 einingar) og doktorspróf.
Þá fjallaði Björn um aðkomu nemenda að skólanum. Stærðfræðin er nú meira verk-
fræðileg stærðfræði en hrein stærðfræði eins og áður var. Hægt er að taka aðfarapróf eða
stöðupróf til að kanna þekkingu nemenda. Ef ástæða er til er hægt að benda fólki á að fara
annað eða nýta sér sumarnámskeið eða öldungadeildir.
I rafmagns- og tölvuverkfræði er 1. misseri eins hjá öllum og að mestu eins á 2. misseri.
Síðan skiptist verkfræðinámið upp eftir 2. misseri í rafmagns- og tölvuverkfræði. Lýkur því eftir
6. misseri og er þá útgönguleið með BS-próf. Síðan eru unnin lokaverkefni á 7. og 8. misseri.
Hliðstætt fyrirkomulag er í bygginga- og umhvertisverkfræði, svo og véla- og iðnaðarverkfræði.
Björn kynnti úttektarskýrslu ABET, sem Verkfræðingafélagið stóð að meðal annarra. Björn
taldi hana hafa verið góða og faglega, en hafa takmarkað gildi til lengri tíma vegna þess að
starfið er í mótun. Til dæmis hefði gæðakerfi skv. ISO 9001 þá ekki verið komið til skjalanna.
Björn sagði frá nefnd sem fjallaði um hugsanlega samvinnu eða santeiningu Tækniskólans
og verkfræðideildar og starfaði undir stjórn Þorsteins Helgasonar, en sagði starf hennar hafa
misheppnast vegna þess að nefndin hefði ekki getað kornið sér saman um sameiginlegt álit.
Að lokum kynnti Björn tölur um ljölda nemenda í Verkfræðideild. Þær eru á þann veg að
nemendafjöldi þróast líkt og þróun heildarfólksfjölda í landinu en ekki eins og þróun fjölda
nemenda í Háskóla Islands í heild.
Einar B. Pálsson, heiðursfélagi í VFÍ og fyrrverandi prófessor við Verkfræðideild,
upplýsti að á árum áður hefði verið náin samvinna rnilli Verkfræðideildar og VFÍ.
Bergitr Jónsson, formaður kjömefndar, kynn-
ir niðurstöðu kosninga. (Ljósm. Arnbjörg
Edda Guðbjömsdóttir).