Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 67
Aðalfundur VFI 65
Guðjón Aðalsteinsson spurði hvort haft
hefði verið samráð við VFÍ urn hið fyrirhugaða
3ja ára BS-nám og hvort VFÍ myndi veita þessu
fólki starfsheitið verkfræðingur. Fyrirspyrjandi
efaðist um að hið fyrirhugaða BS-nám, þ.e. þrjú
ár, dygði þegar erlendir háskólar ættu í hlut.
Sigurður Brynjólfsson, sem situr í frarn-
kvæmdastjórn VFI og er prófessor við verk-
fræðideild, sagði að þetta væri bæði hugsað
sem undirbúningur undir frekara háskólanám
eða undir tæknistörf, þó svo að vafi léki á hvort
þetta dygði fyrir starfsheitið verkfræðingur.
Hafsteinn Pálsson lýsti vonbrigðum sínum
með að ekki skyldi hafa verið haldið áfram
fyrra samstarfi milli HI og VFI um uppbygg-
ingu námsins.
Björn Kristinsson sagði að starfið hefði ekki farið leynt og að fulltrúar félagsins sætu
meðal annars í samráðsnefnd, sem að vísu væri óforntleg.
Magnús Bjarnason sagði mikilvægast að HÍ „framleiddi" fólk sent er hæft til að vinna
verkfræðistörf af ábyrgð og taldi VFI vera eðlilegan vettvang fyrir HÍ til að leita upplýsinga
um það hvernig eðlilegast væri að byggja námið upp.
Björn sagði á móti að ekki væri sjálfgefið að leita til VFI, þar sem þar væri aðeins hluti
verkfræðinga.
Þórarinn Olafsson benti á að þó að skv. lögum veitti ráðherra mönnum leyfi til að kalla
sig verkfræðing, væri það þó svo að í reynd færi hann 100% eftir umsögn VFÍ.
Björn benti á að umsögn VFI tæki einungis til skólagöngu en ekki starfsreynslu.
Hafsteinn Pálsson lagði til að VFI mótaði þegar reglur um það hvort VFÍ hygðist viður-
kenna 3ja ára fólkið sem verkfræðinga.
Guðntundur Valsson spurði hvort ráðherraleyfi tíðkaðist í öðrunt löndum.
Vífill Oddsson benti á að VFÍ mæti starfsreynslu þegar sótt væri um löggildingu, þótt
það væri ekki gert vegna starfsheitisins.
Pétur Stefánsson kom í pontu og þakkaði Birni fyrir erindið. Hann fagnaði einnig þeirri
stefnu verkfræðideildar að stefnt skyldi að því að 150 eininga nám yrði hið eiginlega loka-
próf í verkfræði. Pétur Stefánsson færði síðan Birni verkfræðingatalið að gjöf.
Sameiningarmál VFÍ, SV og TFÍ
Karl Ómar Jónsson, fyrrverandi formaður VFÍ, flutti erindi um sameiningarmál VFÍ, SV og
TFÍ. í lok erindis síns bar hann upp tillögu að ályktun, sem hann óskaði eftir að yrði rædd
og borin undir atkvæði. Tillagan var svohljóðandi: Aðalfundur Verkfræðingafélags Islands,
haldinn 12. mars 1997, beinir þeint tilmælum lil framkvæmdastjórnar VFÍ að halda áfrant
viðræðum við Stéttarfélag verkfræðinga (SV) og Tæknifræðingafélag íslands (TFÍ) urn sam-
einingarmál í anda áætlunar stjórnar frá september 1995. Fundarstjóri heimilaði nú umræður
um tillöguna.
Björn Kristinsson prófessor, deildcuforseti
verkfrœðideildar HI, kynnti hugmyndir um
breytingar á námi í verkfrœðideild HÍ.
(Ljósm. Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir).