Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 72
70 Félagsmál VFÍ/TFÍ
rœmingu og samvinnu stofnana á þessu sviði með aukna skilvirkni og hagræðingu fyrir
augum, eins og segir í skipunarbréfi ráðherra. Fulltrúi TFI í nefndinni er Páll A Jónsson
formaður, aðrir nefhdarmenn eru Þorsteinn Helgason, formaður nefndarinnar, Björn
Kristinsson prófessor, Guðbrandur Steindórsson rektor og Guðleifur M. Kristmundsson
verkfrœðingur. Nefndin hefur haldið fjölmarga fundi, en ekki er á þessu stigi hœgt að segja
að neinn áþreifanlegur árangur sé í sjónmáli. “
I október 1996 rann út skipunartími nefndarinnar, en þá hafði ekki náðst samkomulag unt
lokaskýrslu hennar. Það varð því að samkomulagi að óska eftir þvf við ráðherra að fram-
lengja skipunartímann fram til áramóta í þeirri von að sameiginleg lokaskýrsla gæti orðið að
veruleika. Sú von varð hins vegar að engu og upp úr áramótunum skiluðu fulltrúar VFÍ, TFÍ
og TI sameiginlegu áliti. Formaður VT-nefndarinnar hefur væntanlega komið álitinu ásamt
skýrslu sinni og séráliti fulltrúa HÍ til menntamálaráðherra. í áliti fulltrúa VFÍ, TFÍ og TÍ í
nefndinni, sem er einar 12 síður, er lýst þeirri skoðun höfunda að tæknifræði og verkfræði
séu af sama meiði, en samt sem áður hafi námsbrautirnar sín sérkenni sem ekki megi glatast.
Höfundar telja enn fremur að þörf sé fyrir mun fleiri tæknifræðinga á vinnumarkaðnunt
heldur en verkfræðinga og telja að ekki sé ólíklegt að stefna að því að á hverju ári ljúki 40
verkfræðingar námi og 100 tæknifræðingar. Þá eru í álitinu settar fram efasemdir um hvort
æskilegt sé að mennta menn til meistaragráðu á íslandi.
Norrænt samstarf
Á síðastliðnu sumri fóru formaður og framkvæmdastjóri til Kaupmannahafnar á árlegan fund
formanna norrænu tæknifræðingafélaganna. Á sama tíma var haldinn sams konar fundur
verkfræðingafélaganna á Norðurlöndum. Eitt aðalþema fundanna voru menntunar- og endur-
menntunarmál og kom fram að á meðan vaxandi þörf er fyrir tæknistéttir er minnkandi
aðsókn að slíku námi.
Á fundinn kom Allan Dresling, lektor við Háskólann í Álaborg. Hann fjallaði um
eftirfarandi málefni: 1) Endurskipulagningu á tækninámi, 2) nýjar námsgreinar, 3)
kennslu á ensku, 4) útflutningstæknifræði, 5) kennslufræðilega nýbreytni og 6) ævilanga
menntun.
Erindi Dreslings var mjög áhugavert en hér verður einungis minnst á útflutningstækni-
fræði. Námið er fjögurra og hálfs árs langt og aðgangskrafan er nám úr máladeild mennta-
skóla. í náminu á nemandi að hafa fengið samsvarandi tæknilega þekkingu og tæknifræð-
ingur (diplom-ingenör) ásamt töluverðri þekkingu á viðskiptafögum og lögfræði. í umræðu
á fundinum um fjölda þeirra sem er í tækninámi og þörf, kom frarn að á sama tíma og
atvinnuleysi meðal verk- og tæknifræðinga fer minnkandi hefur ásókn í nám í þessunt
fögum minnkað. Bent var á nokkur atriði sem hugsanlegar ástæður, m.a. að félögin hefðu
ekki upplýst nægilega vel um þýðingu tæknimanna fyrir þjóðfélagið og að stærðfræði-
kunnátta upp úr grunnskóla væri ekki nægileg.
Jóhannes Bendiktsson fór á ársfund NITO sem haldinn var í Þrándheimi. NITO greiddi
allan kostnað við þessa ferð Jóhannesar fyrir utan fargjald og verður að segjast að við eigum
hauk í horni þar sem NITO er.