Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 74
72 Félagsmál VFÍfTFÍ
leitast verður við að vekja athygli á félögum tæknifræðinga og verkfræðinga, Háskóla
Islands, Tækniskóla Islands og fyrirtækjum sem framarlega standa hvað varðar tæknilegar
nýjungar og málefni. Kynningarnefnd hefur einnig staðið fyrir samlokufundum fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar. Fundir þessir hafa verið vel sóttir og vakið athygli fjölmiðla.
Ráðstefnur
I upphafi starfsársins héldu TFI og VFI ráðstefnu um „Lífrrki hafsins og fiskveiðar íslend-
inga“ og í byrjun mars 1997 var haldin ráðstefna um „Viðhald húsa og endurbætur". Ráð-
stefnur félaganna voru vel sóttar og vel heppnaðar og fjölluðu margar um efni sem skipta
þjóðina miklu og höfða til fólks langt út fyrir raðir tæknimanna.
Tækniskóli íslands
Eins og undanfarin ár ákvað stjórn TFÍ að veita verðlaun þeim tæknifræðinemum sem skila
besta lokaverkefninu við útskrift vorið 1996. TFÍ óskaði eftir því við Tækniskólann og Sam-
tök iðnaðarins að þessir aðilar tilnefndu menn í nefnd til að fara yfir lokaverkefnin. Tækni-
skólinn tilnefndi Magnús Matthíasson og Samtök iðnaðarins tilnefndu Davíð Lúðvíksson.
Frá TFI voru í nefndinni Páll A. Jónsson og Jóhannes Benediktsson. Nefndarmenn fóru yfir
öll lokaverkefni í byggingadeild og voru viðstaddir varnir á lokaverkefnum í iðnaðartækni-
fræði. Hjálmari A. Jónssyni var veitt viðurkenning vegna verkefnisins „Frumhönnun hita-
veitu“, en í því verkefni er tjallað um slíka hönnun. í iðnaðartæknifræði var hópi sem fjall-
aði um þróun á skarkolavinnslu veitt viðurkenning. í hópnum voru Garðar Baldursson, Karl
Oskar Viðarsson, Olafur Sörli Kristmundsson og Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson.
Síðastliðinn vetur var tekin ákvörðun um að kynna iðnaðartæknifræði sérstaklega.
Stjórnin hafði forgöngu um það að láta gera kynningarblað um iðnaðartæknifræði í sam-
vinnu við Tækniskólann og nemendur í iðnaðartæknifræði. Prentuð voru um 2000 eintök af
bæklingnum og honum dreift til atvinnurekenda.
Samstarf við VFÍ
Samstarf félaganna hefur gengið með ágætum, hins vegar verður það alltaf augljósara að
eftir sem samstarfið eykst kallar það á aukna samhæfingu milli aðila. í því sambandi er rétt
að hyggja að því hvað hinir kjörnu fulltrúar leggja í raun á sig við samhæfinguna. Ef gert er
ráð fyrir að formenn og varaformenn hittist einu sinni í viku, tvo tíma í senn, í a.m.k. fjörutíu
vikur er hægt að gera ráð fyrir að það sé kostnaður upp á yfir eina milljón króna ef gengið
er út frá taxta fyrir útselda vinnu. Nú er ljóst að ekki fá formenn og varaformenn greitt fyrir
sína vinnu fyrir félögin. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að viðkomandi leggja á sig ein-
hverja vinnu og ef sú vinna er eingöngu til að samhæfa það sem félögin eru að gera má spyr-
ja sig að því hvort ekki sé hægt að nýta formennina betur.
Þegar Arnbjörg Edda, framkvæmdastjóri félaganna, sagði upp störfum á haustmánuðum
kom Stéttarfélag verkfræðinga að máli við VFI og TFÍ og óskaði eftir umræðum um
sameiginlegan rekstur á skrifstofunni. Vel var tekið í þessar hugmyndir og vinnuhópur um
málið var settur á laggirnar, en í honum eru: Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ, Karl Ómar Jónsson
fyrir VFI og Þórir Guðmundsson fyrir SV.