Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 89
Skýrslur fastanefnda TFI 87
Stjórn NVFÍ hefur viðrað þann möguleika við stjórn NTFÍ að sameina Norðurlands-
deildirnar í eina deild, en engin akvörðun um það hefur verið tekin.
Til stóð að halda á Akureyri ráðstefnu um stöðu tækni- og verkfræðinga á lands-
byggðinni að tilhlutan ráðherra en enn hafa engin frekari viðbrögð komið frá viðkomandi
ráðuneyti. Til stóð að ráðuneytið stæði straum af kostnaði við ráðstefnuna að mestu leyti.
Stefnt er að því að halda aðalfund skömmu eftir aðalfund TFI því brýnt er að skipa nýja
stjórn þar sem formaður NTFI er fluttur til Flafnarfjarðar og mun því ekki gefa kost á sér til
endurkjörs.
Norðurlandsdeild TFÍ
Eiríkur Rósberg, formaður
Staðlaráð íslands
Tæknifræðingafélag Islands hefur verið þátttakandi í staðlastarfi frá árinu 1987 en það ár
var stofnað Staðlaráð íslands sem stjórn Iðntæknistofnunar fól ábyrgð á staðlamálum. Sú
stofnun fór þá með stöðlunarmál. í desember 1992 urðu þáttaskil í staðlastarfi hér á landi
er samþykkt voru á Alþingi lög urn staðla, nr. 97/1992, en með þeim lögum varð Staðlaráð
Islands (STRÍ) sjálfstætt sem samstarfsráð hagsmunaaðila og ekki lengur í formlegum
tengslum við Iðntæknistofnun. Aðilar að Staðlaráði eru nú 19 talsins; landssamtök, lands-
félög, ríkisstofnanir og ráðuneyti auk Háskóla Islands. Hver þessara aðila hefur einn fultrúa.
Síðastliðið ár, 1996, var fjórða árið sem Staðlaráð Islands starfar í núverandi mynd. TFI
mun því á árinu 1997 hafa átt formlega aðild að opinberu staðlastarfi í samtals tíu ár. Aðal-
fundur fer með æðstu stjórn staðlamála, en fimm manna stjórn er kosin annað hvert ár.
Dagleg stjórn er í höndum framkvæmdastjóra. Aðrir starfsmenn eru átta talsins. Tekjur 1996,
eru aðildargjöld (850 þ.kr.), sala staðla (6000 þ.kr.) og nokkurt framlag til skilgreindra verk-
efna úr ríkissjóði. (1900 þ.kr.j auk tekna al' ráðgjöf innan lands og utan.
Á vegum STRÍ starfa fagráð á þremur sérsviðum: Byggingarstaðlaráð, Fagráð í upp-
lýsingatækni og Rafstaðlaráð.
Á vegum ráðsins starfar staðfestingarnefnd staðla sem fylgist með afgreiðslu staðla og
samþykkir áður en gildistaka þeirra er auglýst. íslenskir staðlar undir merkinu ÍST eru nú
orðnir 6000 talsins, en þar af voru 1700 samþykktir á árinu. Uppruni þeirra langflestra er í
Evrópustöðlum (EN). Aðeins örfáir eru samdir hérlendis.
Staðlaráð hefur aðsetur í húsum Iðntæknistofnunar við Keldnaholt. Þar er og staðlasafn
STRI þar sem veittar eru upplýsingar um staðla. Geysileg aukning hefur hvarvetna orðið á
gerð og notkun staðla á undanförnum árum.
Alþjóðasamningar á borð við GATT og EES hal'a í för með sér breytt viðskiptaumhverfi
þar sem góð stöðlun greiðir fyrir viðskiptum milli landa. 1 þeim skilmálum sern fylgja aðild
Islands að EES þarf að fylgja tilskipunum Evrópusambandsins og þeim stöðlum sem þar er
vísað til. Ekki þarf að fjölyrða um að góð stöðlun er ekki síst mikilvæg tæknimönnum og
störfum þeirra. Að fylgjast með öllu því mikla starfi sem lýtur að stöðlun er að sjálfsögðu
erfitt lítilli þjóð, en Staðlaráð íslands hefur það hlutverk að leysa það starf af hendi á sem
hagkvæmastan og bestan hátt.
Staðlaráð Islands
Hreinn Jónasson, fulltrúi TFÍ í STRÍ