Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 93
Skýrslur hagsmunafélaga TFI 91
ársandi sem var nýlokið þegar fundurinn var haldinn. Útskýrði hann hamfarirnar fyrir
fundarmönnum við góðar undirtektir. Það kom okkur mjög á óvart að af 21 manna hópi voru
einungis sex tæknimenn og vorum við fjórir þeir einu sem eru starfandi tæknimenn. Allir
hinir voru starfsmenn viðkomandi félaga.
Til gamans má geta að á skrifstofu IDA starfa um 70 manns, svo að við sjö sem erum í
stjórn vinnum hver á við tíu starfsmenn hjá Dönum.
Mikið var rætt um samningsaðferðir í löndunum og höfðum við óskað sérstaklega eftir
að Danirnir myndu fjalla um hið svokallaða danska módel, sem samninganefndir ríkis og
borgar höfðu lagt fram sem umræðugrundvöll fyrir nýju launamódeli hjá okkur.
Hjá Dönum eru samningar ekki gerðir á almennum markaði, en gerðir eru einstaklings-
og fyrirtækjasamningar. Annars staðar á Norðurlöndunum er kerfið þannig að gerðir eru
kjarasamningar. Þannig erurn við einhvers staðar mitt á milli. I heildina var þetta mjög gagn-
legur fundur.
Kjarafélag tœknifræðinga
Stefán Ragnarsson, formaður KTFI
Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags íslands
Afkoma Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands var góð á árinu 1996. Raunávöxtun
var 10,9% en árið 1995 var hún 8,0%. Skýringarnar á hækkandi raunávöxtun eru nokkr-
ar en þyngst vegur mikil hækkun á hlutabréfaeign sjóðsins. Aðrar skýringar eru góð
ávöxtun erlendra verðbréfa í eigu sjóðsins, lágur rekstrarkostnaður og markviss eigna-
stýring.
Heildareignir LTFÍ í árslok 1996 voru 2.594 m.kr. og stækkaði sjóðurinn um 474 m.kr.
á árinu eða um 22%. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins námu 190 m.kr. sem er 20% hækkun
frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur árið 1996 voru samtals 3,4 m.kr. Taflan sýnir helstu tölur úr
rekstri LTFÍ:
Kennitölur 1996 1995
Heildareignir 2.594 2.120
Kostnaður í m.kr. 2,8 2,9
Raunávöxtun,% 10,9 8,0
Kostnaður sem % af eignum 0,11 0,14
Kostnaður sem % af iðgjöldum 1,48 1,8
Rekstrarkostnaður LTFÍ var 2,8 m.kr. á árinu 1996 og lækkaði lítillega frá fyrra ári. Kostnað-
arhlutföll sjóðsins eru afar hagstæð og má nefna að kostnaður sem hlutfall af meðaleignum
sjóðsins var 0,11 % en til samanburðar má nefna að sambærilegt hlutfall fyrir stærsta lífeyris-
sjóð landsins var 0,16% árið 1996 og meðalkostnaður allra lífeyrissjóða á landinu var 0,28%
árið 1995.
Ný lán til sjóðfélaga á árinu 1996 voru 52 m.kr., en sjóðfélagar sem eiga 120 þús. kr. í
sjóðnum og hafa greitt í sjóðinn sl. sex mánuði eiga rétt á láni úr sjóðnum, að fjárhæð allt
að 3,5 m.kr. til 25 ára. Lánin eru verðtryggð með meðalvöxtum banka og sparisjóða að