Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 100
1.2.5 Aðalfundur TFÍ
Aðalfundur Tæknifræðingafélags íslands var haldinn í húsi Verkfræðingahúsi 21. mars
1997. A fundinn mættu 50 félagsmenn.
Eftir að formaður félagsins, Páll A. Jónsson, hafði sett fundinn var gengið til hefðbund-
inna aðalfundarstarfa. Fundarstjóri var Sveinn Frímannsson og fundarritari Guðmundur
Hjálmarsson.
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
Formaður félagsins, Páll Á. Jónsson, flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1996. Fjárhags-
lega hefur rekstur félagsins gengið vel á árinu 1996. Stjórnin hefur ekki eytt meiru en hún
aflaði í félagsgjöldum. Mest áberandi í starfi félagsins voru menntunar- og endurmenntunar-
mál, einkum starf VT-nefndarinnar en einnig nefndar sem starfaði að endurmenntun og
símenntun stéttarinnar.
Menntunarmál: Um miðjan september 1994 skipaði menntamálaráðherra nefnd sem átti að
fjalla um fyrirkomulag og framkvæmd kennslu í verkfræði og tæknifræði á háskólastigi og
gera tillögur um samræmingu og samvinnu stofnana á þessu sviði með aukna skilvirkni og
hagræðingu fyrir augum, eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Nefndin var kölluð VT-
nefndin og viðfangsefni hennar var sameiginleg menntun verk- og tæknifræðinga, eins og
áður sagði. í nefndinni störfuðu fulltrúar félaganna, háskólanna, HÍ og TÍ, svo og fulltrúi
menntamálaráðuneytisins. í október sl. rann út skipunartími nefndarinnar, en þá hafði ekki
náðst samkomulag um lokaskýrslu hennar. Enn hefur sú skýrsla ekki séð dagsins ljós.
Nefndin hætti störfum í janúar en mun skila þremur sérálitum. Eitt þeirra er sameiginlegt álit
fulltrúa VFÍ, TFÍ og Tækniskólans.
VT-nefndin hefur haldið 34 fundi án sjáanlegs árangurs, annars en sérálits fulltrúa félag-
anna og Tækniskólans. Formaðurinn sagði það skoðun sína að menntunin ætti að vera sú
sama en með mismunandi áherslum og þeim séreinkennum sem eru á náminu og séreinkenni
tæknifræðinnar mættu ekki glatast. Páli sagði að til þess að halda í við nýliðunina og þá
aukningu starfa sem talið er að atvinnulífið þurfi, þá þyrfti að brautskrá árlega um 100
tæknifræðinga og 40 verkfræðinga næstu árin og áratugina.
Við Háskóla Isiands verði hægt að nema verkfræði nteð B.Sc. gráðu og einnig með M.S.
gráðu. Fulltrúi háskólans lét nefndinni engar upplýsingar í té, hann starfaði einn og kemur
til með að skila séráliti.
Páll sagði það sína skoðun að vafasamt væri að mennta verkfræðinga hér á íslandi með
M.S gráðu. Heppilegra væri að mennta menn með B.Sc. gráðu við Tækniskóla íslands
heldur en Háskóla íslands.