Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 101
Aðalfundur TFI 99
Skrifstofa og innanhússmál: Samrekstur TFÍ og VFÍ á skrifstofu hefur gengið vel. Sam-
eiginlegum kostnaði er skipt hlutfallslega eftir félagafjölda og á árinu 1996 var hlutfallið
VFÍ 63% og TFÍ 37%. Að öðru leyti standa félögin sjálf undir sérkostnaði. Framkvæmda-
stjóri félaganna var Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, bókari Guðríður O. Magnúsdóttir og
ritari Auður H. Hafsteinsdóttir.
Nýlega var fjárfest í nýju hljóðkerfi en nokkuð hefur verið kvartað um lélegan hljóm-
burð í sal Verkfræðingahússins. Á aðalfundinum reyndist nýja hljóðkerfið ekki nægilega vel
en trúlega var um byrjunarerfiðleika að ræða.
Fjármál: Árgjald félagsins hefur verið óbreytt að krónutölu mörg undanfarin ár eða 15.900
kr. Hlutfall innheimtra álagðra árgjalda hefur aukist jafnt og þétt. 1996 var hlutfallið 95,14
% og innheimta eldri útistandandi árgjalda 58,40%, í heild innheimtust 92,90%.
Norrænt samstarf: Félagið hefur eins og undanfarin ár haft mikið og náið samstarf við fé-
lögin á Norðurlöndunum. Á síðastliðnu sumri fóru formaður og framkvæmdastjóri til Kaup-
mannahafnar á árlegan fund formanna norrænna tæknifræðingafélaga. Eitt aðalþema fund-
anna voru menntunar- og endurmenntunarmál. Þar kom fram að á meðan vaxandi þörf er
fyrir tæknimenntað fólk er minnkandi aðsókn að slíku námi. Varaformaður TFI, Jóhannes
Benediktsson, fór á ársfund NITO en fundurinn var haldinn í Þrándheimi.
Skipulags- og byggingalög: Skipulags- og byggingalög hafa verið til umfjöllunar undan-
farin ár og hafa bæði VFÍ og TFÍ komið að umræðunni, því að af eðlilegum ástæðum hafa
lög um byggingar mikil áhrif á vinnumarkað þessara stétta. Þau ákvæði sem fjalla um
hverjir mega standa fyrir hönnun raflagna hafa þó tekið meiri tíma en önnur. Síðastliðið vor
var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um að rafvirkjum yrði heimilað að standa fyrir
hönnun raflagna. Félögin TFl og VFl settu mikinn kraft í að tryggja hagsmuni félaganna
og var málið rætt á löngum vinnufundum, meðal annars við alþingismenn og formann
umhverfisnefndar Alþingis. Þann 14. júní 1996 voru samþykkt bráðabirgðaákvæði við
byggingalögin þess efnis að rafvirkjameisturum sem hafa á undanförnum árum staðið fyrir
hönnun raflagna gefist möguleiki á því að sækja um slíkt starfsleyfi. Félögin þurfa að sjá
til þess að í byggingalögunum verði ákvæði um að þeir sem hafi réltindi glati þeim ekki
heldur haldi þeim.
Endurmenntunarmál: TFÍ er einn af stofnendum Endurmenntunarstofnunar HÍ og greiðir
til hennar um 125 þús. kr. á ári, en framlagið var lækkað á síðastliðnu ári. Stjórn Endur-
menntunarstofnunar H1 samþykkti einnig á síðasta ári að félagar í TFÍ fái 15% afslátt af
tækninámskeiðum. Frá upphafi hefurTFÍ greitt um 1,8 milljón kr. til Endurmenntunarstofn-
unar HÍ. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa áhrif stjórnar TFÍ á stjórn stofnunarinnar verið mjög
takmörkuð. Formaður TFI flutti á haustfundi Endurmenntunarstofnunar enn og aftur tillögu
um að breyta stofnuninni í hlutafélag. Ekki er hægt að segja að menn hafi tekið vel í tillög-
una, ef undan er skilinn fulltrúi BHMR. Endurmenntunarstofnun HI á í sjóði um 78 millj-
ónir kr. Ef TFI segði sig úr stofnuninni væri hlutur þess í sjóði stofnunarinnar glataður. Til
þess að glata ekki þessum hlut og til þess að hafa áhrif þarf TFI að vera virkur aðili að
Endurmenntunarstofnun HÍ.