Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 104
102 Félagsmál VFI/TFI
frekar ætti að borga niður gjaldið til kjarafélagsins. Hann taldi að hlutföllin í félagsgjöld-
unum ættu að vera betri.
Eirfkur Rósberg taldi að ekki ætti að ganga meira á sjóði TFÍ með því að greiða niður
félagsgjöldin. Kjarabaráttan kostar umtalsverða peninga. Eiríkur sagði að kynna þyrfti
félagið betur. Það myndi efla félagið, félagsstarfið og stöðu félaganna.
Stefán Þór Ragnarsson benti á að það væri misskilningur að einhver væri að borga
félagsgjald fyrir einhvern, allur kostnaður er greiddur af félögunum. Stefán taldi það óráð-
legt að brjóta það mynstur sem væri á félaginu og kvaðst styðja tillögu stjórnar.
Tillaga stjórnar TFI um að félagsgjaldið fyrir árið 1997 yrði 16.900 kr. var síðan borin
upp og samþykkt með 32 atkvæðum en tveir voru á móti.
Félagi heiðraður
Páll A. Jónsson formaður kvaddi sér hljóðs og sagði að á síðasta fundi menntunarnefndar
hefði Jónas Guðlaugsson rafmagnstæknifræðingur lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér
til endurkjörs í menntunarnefnd. Páll kvað Jónas hafa unnið mjög ötullega að menntunar-
málum tæknifræðinga um árabil eða allt frá stofnun félagsins. Auk setu í menntunarnefnd
TFI var Jónas einnig í mörg ár fulltrúi félagsins í skólanefnd Tækniskóla Islands.
Páll afhenti Jónasi fána félagsins og þakkaði honum góð og vel unnin störf. Jónas Guð-
laugsson þakkaði félaginu viðurkenninguna. Hann sagðist hafa starfað í fyrrgreindum
nefndum í hartnær 35 ár, einnig var hann mörg ár í stjórn félagsins og þar af formaður í tvö
ár. Jónas þakkaði öllum þeim sem hann hefur starfað með í Tæknifræðingafélaginu og
sagði að fáni félagsins myndi alltaf minna sig á félagið og starfið þar.
4. Kjör stjórnar, nefnda og embættismanna félagsins
Ur aðalstjórn áttu að ganga Páll A. Jónsson formaður, Charles O. Magnússon ritari og Sig-
urður Grímsson gjaldkeri. Úr varastjórn áttu að ganga Björn Ingi Sverrisson varameðstjórn-
andi.
Kjör formanns: Fráfarandi formaður, Páll Á. Jónsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Tillaga stjórnar um formann til tveggja ára var Jóhannes Benediktsson byggingatæknifræð-
ingur en Jóhannes lauk prófi frá Ingenipr hpjskolen í Horsens I983. Aðrar tillögur komu
ekki fram og var Jóhannes kjörinn formaður.
Kjör meðstjórnenda: Fráfarandi ritari, Charles O. Magnússon, og fráfarandi gjaldkeri,
Sigurður Grímsson, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Tillaga stjórnar um meðstjórnendur
til tveggja ára var Henrý Þór Granz byggingatæknifræðingur en hann lauk námi frá Ingenipr
hpjskolen í Odense 1978 og Haukur Óskarsson véltæknifræðingur en hann er tæknifræð-
ingur frá Ingenipr hpjskolen í Odense I992. Tillaga stjórnar um meðstjórnenda til eins árs
var Gústaf Adólf Hjaltason en Gústaf Adolf er véltæknifræðingur og lauk námi frá Ingenipr
hpjskolen í Horsens 1992. Aðrar tillögur um meðstjórnendur til tveggja ára komu ekki fram
og voru Henrý Þór og Haukur kjörnir. Önnur tillaga um meðstjórnanda til eins árs kom ekki
fram og var Gústaf Adolf kjörinn. Fyrir í stjórn er Sigurður Sigurðsson.
Þessu næst tók Jóhannes Benediktsson til máls. Hann kvað félagið eiga að sinna kjara-
málum, fræðslu og menntunarmálum og sagði að það þyrfti að láta heyra meira frá sér