Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 113
Sameigintegur rekstur VFÍ/TFÍ 111
Rafmagns- og tölvuhópur: Sigurður Grímsson, formaður, Brandur Hermannsson, Eggert
Þorgrímsson, ívar Már Jónsson, Jón Vilhjálmsson, Jón Þór Ólafsson, Stefán Þór Ragnarsson
og Þórður Helgason.
Véla- og iðnaðarhópur: Jón Pálsson, formaður, Nicolai Jónasson og Sigurgeir Þórarinsson.
ENSÍM-nefndin
Jón Vilhjálmsson, formaður ENSIM
Útgáfunefnd VFÍ/TFÍ
Arbók VFI og TFI er nú komin út í áttunda sinn og Verktækni er á öðru ári sínu eftir um-
talsverðar breytingar. Má því segja að útgáfumál VFI og TFI séu að taka á sig ákveðna
mynd. Utgáfunefnd VFI og TFI er í stórum dráttum ánægð með þann farveg sem útgáfa fé-
lagana er í. Þó má alltaf gera betur, t.d. varðandi efnisöflun, efnistök og söfnun auglýsinga,
svo kostnaði sé haldið í lágmarki. Utgáfunefnd telur mikilvægt að félögin hafi útgáfustefnu
sem ekki tekur miklum breytingum þar sem slíkt er ekki traustvekjandi til lengri tíma litið.
Hér á eftir er yfirlit frá ritstjórum Verktækni og Arbókar TFI og VFÍ þar sem gerð er
nánari grein fyrir hvoru um sig.
Verktækni (Birgir Jónsson): Verktækni er fyrst og fremst fréttablað og hófst útgáfa þess í
septembermánuði 1995. Verktækni tók við af fréttabréfinu VT-fréttum, sent var gefið út af
VFÍ og TFÍ. Verktækni er gefið út af VFÍ, TFÍ og Stéttarfélagi verkfræðinga (SV). Það
kemur úr hálfsmánaðarlega, frá september til júní, í 2200 eintökum (1997 í 2300 eintökum)
og er dreift ókeypis til félagsmanna. Auk þess er blaðinu dreift á fjölmiðla, auglýsingastofur
og til auglýsenda. Samtals kontu úl 15 tölublöð á árinu 1996.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður fram á sumarið 1996 var Sigrún S. Hafstein, en Birgir
Jónsson tók við í september 1996 og gegndi því starfi fram á vor 1997, en þá tók Sigrún aftur
við ritstjórninni. Félögin þrjú eiga fulltrúa í blaðnefnd, sem er yfirstjórn blaðsins. I henni
eiga sæti, auk ritstjóra, Guðntundur R. Jónsson (VFI) formaður, Charles Ó. Magnússon
(TFÍ) og Árni Geir Sigurðsson (SV).
Útgáfa Verktækni er fjármögnuð með framlögum frá félögunum þremur auk auglýsinga-
tekna. Áætlanir varðandi sölu auglýsinga hafa ekki staðist og hefur því þuri't að draga saman
seglin varðandi stærð blaðsins. Það er nú oftast fjórar síður, en átta síður þegar auglýsinga-
tekjur leyfa.
Árbók VFÍ/TFÍ (Ragnar Ragnarsson): Árbók nr. 7, þ.e. árbók 1994/1995, var gefin út í
tveimur bindum þar sem talið var að með tilkomu tæknifræðinganna yrði bókin ekki með-
færileg í einu hefti. I fyrra bindinu, sem var rúmlega 200 síður, voru aðeins tekin fyrir félags-
mál. I seinna bindinu, sem einnig var rúmlega 200 síður, voru tækniannáll, kynningar stofn-
ana og tækni- og vísindagreinar.
Fram komu áhyggjur þess efnis að útgáfustarfsemi félaganna væri að verða þeim fjár-
hagslega um megn. Útgáfukostnaður árbókar í tveimur bindum er óhjákvæmilega meiri en