Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 114
112 Félagsmál VFI/TFI
í einu bindi. Snemma á árinu 1996 var talið nauðsynlegt að yfirfara útgáfumál félaganna í
heild og skerpa línur annars vegar milli fréttablaðsins Verktækni, sem auk VFI og TFI er
gefið út af Stéttarfélagi verkfræðinga, og árbókar hins vegar.
Ákveðið var að gefa árbók nr. 8, þ.e. árbók 1995/1996, út í einu bindi, eins og áður hafði
verið gert, í stað tveggja og halda stærð hennar innan hæfilegra marka. Stefnt var að því að
blaðsíðufjöldi bókarinnar færi ekki mikið yfir 300 síður. Ragnar Ragnarsson var ráðinn
ristjóri bókarinnar.
Hugmyndir voru uppi um að skera verulega niður kaflann um félagsmál, jafnvel í örfáa
tugi síðna, til að ntinnka umfang bókarinnar. Þegar á reyndi var ógerlegt að gera í svo stuttu
máli viðunandi skil jafnblómlegu félagslífi og er í félögum verkfræðinga og tæknifræðinga.
Þó tókst að stytta kaflann um félagsmál það mikið að hann varð aðeins um 140 síður í stað
rúmlega 200 árið áður, þrátt fyrir að í honum sé umfjöllun um ráðstefnur sem haldnar voru
á vegum félaganna og fundargerðir aðalfunda. Fram til þessa hafði ekki verið gerð grein
fyrir ráðstefnum, þrátt fyrir að þær séu stór þáttur í félagsstarfinu og líklega það sem mesta
athygli vekur út á við í starfsemi VFÍ og TFÍ. Fundargerðir aðall'unda endurspegla skoðan-
ir félagsmanna og viðhorf til félaganna þar sem á aðalfundum er fjallað um þau mál sem eru
í brennidepli og eru félögunum efst í huga.
Tækniannállinn hélt sínum fasta sessi í bókinni. Fyrirtækjum og stofnunum er gefinn
kostur á að kynna starfsemi sína í sérstökum kafla í bókinni og um leið að styrkja útgáfu
hennar. Er hér um að ræða einu fjáröflunina fyrir utan auglýsingar.
I árbók nr. 7 var í fyrsta sinn gefinn kostur á að láta birta ritrýndar fræðigreinar sem
teljast sambærilegar ritrýndum greinum erlendis. Er það mikil framför og hagsmunamál
fyrir vísindamenn að geta birt sumar af greinum sínum hér innanlands. Til þess að greinar
geti fallið í flokk ritrýndra greina verða minnst tveir viðurkenndir ritrýnendur að tjalla um
þær. Fullyrða má að með þessum hætti hafi vegur árbókarinnar og gæði aukist. Ekki fer á
milli mála að mikill áhugi er fyrir ritrýndum greinum, þar sem í árbók nr. 7 fékkst aðeins ein
ritrýnd grein en í árbók nr. 8 fengust fimm greinar. Hefðbundnar tækni- og vísindagreinar
urðu að þessu sinni aðeins þrjár.
Árbók nr. 8 kom út í mars 1997 og er 320 blaðsíður. Hun var prentuð í 1900
eintökum. Bókin er send öllum félagsmönnum beggja félaga og er innifalin í árgjöldum
félaganna.
Útgáfukostnaður: Bókfært framlag félaganna til árbóka á árinu 1996 var samtals 2.227
þúsund krónur en hafði verið áætlað 2.615 þúsund. Framlag til árbókar nr. 8 var áætlað
1.200 þúsund krónur, en ljóst er að það verður eitlhvað minna. Eftir er að hluta til að gera
upp kostnað og innheimta tekjur af árbók nr. 8. Áætlað framlag til árbóka á árinu 1997 er
1.600 þúsund krónur og er þá miðað við að næsta árbók verði með sama sniði og áður.
Framlag félaganna til útgáfumála miðast við félagafjölda í hvoru félagi um sig og er
þannig að VFÍ leggur til 63% og TFÍ um 37%.
Útgáfunefnd
Guðmundur R. Jónsson formaður