Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 122
120 Félagsmál VFÍ/TFÍ
Nýtt merki FRV: Stjórn FRV ákvað að láta vinna nýtt merki fyrir félagið. Einnig voru
útbúnir borðfánar og lögð drög að barmmerkjum með hinu nýja merki. Vill stjórn félagsins
á þennan hátt vinna að því að gera félagið sýniiegra út á við. Á áætluninni er einnig að útbúa
heiðurs- eða gullmerki sem bæði verður veitt þeim félögum sem unnið hafa lengi í þágu
félagsins og öðrum aðilum utan þess sem sýnt hafa félaginu velvilja eða hagsmunum verk-
fræðiráðgjafa stuðning. Merkið hannaði Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður.
Ráðstefnur og fundir
Aðalfundur var haldinn 8. mars 1996. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mætti
Þór Sigfússon, ráðgjafi fjármálaráðherra, og Hermann Guðjónsson vita- og hafnarmála-
stjóri. Þór flutti erindi um hugmyndir að nýskipan í ríkisrekstri en Hermann kynnti starf-
semi Vita- og hafnarmálastofnunar og stöðu hennar gagnvart verkfræðistofum á hinum
frjálsa markaði.
Fulltrúaráðsfundur var haldinn 10. maí 1996 þar sem fjallað var í fyrsta lagi um tillögur
frá samráðsnefnd FRV, SV og ST um breytingar á kjarasamningum og í öðru lagi um hvorl
svigrúm væri til launahækkana.
Á árinu 1996 voru haldnir sex félagsfundir, þar af fimm undir yfirskriftinni Opið hús. Á
þessum fundum voru tekin til umræðu ýmis málefni sem snerta verkfræðiráðgjafa beint eða
óbeint.
Þann 12. janúar 1996 var rætt vítt og breitt um félagið sjálft, tilgang þess og starfsemi.
Svavar Jónatansson og Gunnar Ingi Gunnarsson fluttu stutt inngangserindi og síðan voru
almennar umræður. Á fundi þann 18. apríl sl. var tekin til umræðu innbyrðis samkeppni
FRV fyrirtækja og einstaklinga. Þorbergur Karlsson og Svavar Jónatansson fluttu inn-
gangserindi og síðan voru almennar umræður. Þann 21. maí var fjallað um samkeppni op-
inberra stofnana og/eða starfsmanna þeirra við FRV-fyrirtæki. Á fundi þann 19. júní var
kynnt það sem er efst á baugi hjá félögum ráðgjafarverkfræðinga á Norðurlöndum og
áherslur í starfi þeirra. Runólfur Maack, formaður félagsins, og Magnús Baldursson frarn-
kvæmdastjóri greindu frá því sem fram hafði komið á nýafstöðnum Rinord-fundi. Á fundi
þann 2. október var fjallað um stefnumörkun fyrir Félag ráðgjafarverkfræðinga. Björn
Gústafsson, stjórnarmaður í FRV, flutti stuttan inngang og stýrði umræðum. Á fundi þann
20. nóvember var að lokum fjallað um útboð á verkfræðiráðgjöf og hvernig félagið gæti
komið að þeim málum í þágu félagsmanna. Gunnar H. Pálsson setti fram umræðupunkta
og leiddi umræður um efnið.
Tilgangurinn með fundum þessum er að fá fram sjónarmið félagsmanna og tillögur um
málefni sem stjórn félagsins er að fást við. Að mati stjórnar er reynslan af fundunum almennt
góð og stefnt er að því að halda þeim áfram.
Eitt þeirra atriða sem félagsmönnum hefur verið hugleikið er gerð tilboða í verkfræði-
þjónustu á grundvelli ófullkominna útboðsgagna. Stjórn félagsins hefur í kjölfarið ákveðið
að bjóða félagsmönnum aðstoð við að fá slik gögn bætt. Þannig er stuðlað að vandaðri
vinnubrögðum við gerð slfkra gagna og um leið heilbrigðari samkeppnisaðstæðum. Unnið
er að því að koma á fót starfshóp innan félagsins sem taka mun til skoðunar útboðsgögn,
verði eftir því óskað, og láta í té faglegt og rökstutt álit sem komið verður á framfæri í nafni
félagsins.
Haustfagnaður félagsins var haldinn í Borgartúni 17, Reykjavík, 26. október 1996.