Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 124
1.4.2 Stéttarfélag verkfræðinga
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga þetta starfsár skipuðu: Guðrún Rögnvaldardóttir, for-
maður, Þórir Guðmundsson, varaformaður, Guðrún Ólafsdóttir, fráfarandi formaður, Árni
Geir Sigurðsson, ritari, Steinar Frímannsson, gjaldkeri, og Guðbrandur Guðmundsson,
Sigurður Áss Grétarsson, Sæmundur Þorsteinsson og Þorsteinn Víglundsson meðstjórn-
endur.
Félagar voru um 760 talsins í maí 1997. Um 100 félagar vinna á verkfræðistofum, 260
hjá ríkinu, 40 hjá Reykjavíkurborg og um 360 á almennum markaði. Jónas G. Jónasson
gegnir stöðu framkvæmdastjóra SV og situr hann stjórnarfundi félagsins. Hann á einnig sæti
í öllum samninganefndum og hefur umsjón með vísinda- og starfsmenntunarsjóðum félags-
ins, sjúkrasjóði og greiðslu atvinnuleysisbóta og vinnur að verkefnum fyrir útflutningsnefnd
VFI. Auk þess sinnir hann innheimtu félagsgjalda og öðrum störfum sem rekstri skrifstof-
unnar fylgja.
Samningar: Eftir alllangt þóf var skrifað undir tímamótasamning við ríkið og Reykjavíkur-
borg þann 1. apríl 1997 um nýtt launakerfi. í þessum samningaviðræðum var samið með
tæknifræðingum og gerður sameiginlegur samningur með þeim. Endanleg útfærsla
samningsins er í höndum aðlögunarnefnda á einstökum vinnustöðum hjá ríki og borg.
Samninganefnd við Félag ráðgjafarverkfræðinga sat þrjá fundi þar sem samkomulag
náðist um launahækkanir á verkfræðistofum.
Útgáfumál: Haldið var áfram útgáfu Verktækni í félagi við VFÍ og TFÍ. Árni Geir Sigurðs-
son sat í ritnefnd af hálfu SV.
Heimasíða félagsins (http://www.centrum.is/sv) var endurbætt verulega. Þar er nú að
finna almennar upplýsingar um félagið og starfsemi þess, og á læstum síðum sem einungis
félagsmenn hafa aðgang að er markaðslaunatafla félagsins birt ásamt ýmsum upplýsingum
frá stjórnarfundum. Netföng allra stjórnarmanna og fulltrúa í samninganefndum er að finna
á opnu síðunum.
Kjarakönnun: Launatafla SV, markaðslaunataflan, hefur sannað gildi sitt og er mikið beðið
um löfluna. Hún er byggð á kjarakönnuninni, nokkrum minni könnunum og kjarasamning-
um og er því afar mikilvægt að sem flestir taki þátt í kjarakönnuninni til að sem réttust mynd
fáist af raunverulegum kjörum verkfræðinga. Hátt í helmingur félagsmanna SV starfar á
almennum markaði, þar sem SV gerir ekki kjarasamninga, og er því markaðslaunataflan
hesta — eða jafnvel eina — vopn þeirra í sókn að bættum kjörum.
Norrænt samstarf: Samstarf um kjarakannanir við norrænu systurfélögin, Nordisk Lön-
statistik, hélt áfram. Verið er að vinna að nýjum bæklingi þar sem borin eru saman kjör verk-