Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 131
Lífeyrissjóður verkfræðinga 129
Erlend fjárfesting
Við erum nú óðum að öðlast reynslu í erlendri fjárfestingu. Eins og greint var frá á síðasta
aðalfundi vargengið frá samningi við verðbréfafyrirtækið Morgan Stanley í september 1995
unt fjárvörslu fyrir sjóðinn í sérstöku verðbréfasafni. Samningur þessi hefur reynst lífeyris-
sjóðnum einkar vel og verið sjóðnum mjög hagstæður.
Hlutabréfaeign sjóðsins hjá Goldman Sachs, sem við slitum samstarfi við á síðasta ári,
um 2 milljónir USD, var flutt yfir til Morgan Stanley. Að auki var gjaldeyrissjóður hér inn-
anlands, 47,6 milljónir króna, fluttur yfir til Morgan Stanley.
1 fjárvörslu hjá Morgan Stanley voru þá 614 millj. króna, um 9,3 millj. USD í hluta-
bréfum og reiðufé, því að ekki var talið ráðlegt að ávaxta tjármuni í skuldabréfum erlendis
á síðasta ári vegna slakrar ávöxtunar. Ávöxtun þessara fjármuna gekk mjög vel á árinu 1996
og varð 17,8% í USD en um 19% í íslenskum krónum.
Hjá Gartmore Capital Management í London erum við með tæpa 1 millj. USD í hluta-
bréfasjóði. Þar gekk ávöxtun einnig vel á síðasta ári og varð 13,8% í USD, en 15,4% í ísl.
krónum.
Það sent af er þessu ári hefur hin erlenda fjárfesting komið vel út. Verðbréfasafnið hjá
Morgan Stanley hefur hækkað unt 11% í dollurum frá áramótum til 14. maí sl. eða um rúm
16% í íslenskum krónum. Á sama tíma hækkaði hlutabréfavísitala Morgan Stanley um
9,2%. Ávöxtun hjá Gartmore frá sl. áramótum hefur verið heldur lakari.
Lagt er mikið upp úr því í samskiptum við hina erlendu aðila að þeir sendi hingað full-
trúa sína einu sinni til tvisvar á ári til viðræðna urn árangur fjárfestingar og framtíðarhorfur
í fjárfestingu. Einnig leggja þeir mikla áherslu á að við heimsækjum þá einu sinni til tvisvar
á ári.
I lok janúar sl. heimsóttu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins
Morgan Stanley í London. Heilan dag frá 9.30 að morgni til kl 17.30 að kveldi var setið
á fundi og farið yfir samskipti og árangur liðins tíma og síðan rædd fjárfestingarstefna
1997. I máli Morgan Stanley-manna kom fram að þeir teldu að skuldabréf (bonds) væru
ekki álitlegur fjárfestingarkostur fyrir LVFÍ á næstunni. Þeir bentu á annan möguleika,
sem gæti verið álitlegur kostur í fjárfestingu skuldabréfa, svokölluð „convertibles“ þar
sent fjárfestir hefur val um að breyta þeim í hlutabréf í viðkontandi fyrirtæki eftir
ákveðnum reglum. Um slík bréf gildir það sama og með hlutabréf, að ekki á að fjárfesta
í þeim nema tiltrú sé mikil á afkomu viðkomandi fyrirtækis. „Convertibles'1 sameina að
nokkru leyti kosti skuldabréfa og hlutabréfa og liggja yfirleitt á milli þeirra hvað varðar
arðsemi.
í febrúar sl. var síðan ákveðið að kaupa „convertibles“ skuldabréf fyrir 3 ntillj.USD.
Ljóst er að ávöxtun eigna byggist á samsetningu bæði til áhættudreifingar og einnig til
að hámarka ávöxtun.
Á þennan hátt skiptum við verðbréfasafni okkar:
í sjóðfclagalán og ríkisskuldabréf: örugg lán, við þekkjum skuldarann, en ávöxtun
er lág.
I hlutabréf: nteð ákveðinni áhættu, þörf á eftirfylgni, en bréfin geta gefið ntun hærri
ávöxtun.