Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 132
130 Félagsmál VFI/TFI
Meðalraunávöxtun verðbréfasafns LVFÍ
I þús kr.
Sjóðfélagalán 1.900.000 3,5%
Byggingarsjóður ríkisins 500.000 7,2%
Húsbréf 360.000 5,7%
Ymis markaðsbréf 874.000 7,0%
Verðbréfasjóðir 98.000 7,0%
Erlend fjárfesting 783.300 12,0% >15%
Isl. hlutabréf 387.400 15,0% > 50%
4.902.700
Trygginj>afræðileg úttekt
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur nú gert tryggingafræðilega úttekt
á sjóðnum pr. 31. des. 1996. Út úr þeirri athugun kemur að hagnaður hefur orðið á rekstri
sjóðsins á árinu 1996 og nemur sá hagnaður 323 milljónum króna. Þessi hagnaður er lil
kominn vegna þess að raunávöxtun var hærri en reiknigrundvöllur gerir ráð fyrir, en einnig
vegna þess að skuldbindingar vegna örorkulífeyris og makalífeyris hafa verið lægri en gert
er ráð fyrir.
Bjarni leggur til að af þessum tryggingafræðilega hagnaði verði 253 milljónum króna
varið til hækkunar á lífeyrisréttindum sjóðfélaganna, en 70 milljónir lagðar í varasjóð og
komi þar til viðbótar þeim 39,8 milljónum sem eru í varasjóði frá í fyrra. Samkvæmt reglu-
gerð sjóðsins er það á valdi aðalfundar að samþykkja þessa lillögu eða ákveða að leggja
allan afganginn í varasjóð.
Rétt er að vekja athygli á því að úthlutun sem þessi hækkar lífeyrisrétt sjóðfélaganna
talsvert í mörgum tilfellum.
90% regla
Lífeyrir hjá sjóðfélögum LVFI ræðst af afkomu sjóðsins eins og hún er þann tíma sem þeir
eru í sjóðnum. Þó eru þeim sjóðfélögum, sem greiða iðgjöld til 65 ára aldurs, tryggð 90% af
fullverðtryggðum lífeyri. 90% reglan þýðir að greiðslur til þeirra sem taka lífeyri samkvæmt
henni er 10% lægri en hann hefði verið, hefði raunávöxtun verið 3,5% allan greiðslutímann
og aðrar tryggingafræðilegar forsendur gengið eftir.
Lágmark þetta var hækkað úr 80% í 90% og tók sú breyting gildi 1. júlí 1996. Rétt er að
minna hér á að um ákveðna sátt milli eldri og yngri félaga var að ræða, þegar reglugerð LVFÍ
var breytt árið 1990. Einnig er rétt að halda uppi varnaðarorðum fyrir því að hverfa ekki af
þessari braut. Skoða þarf þetta ákvæði í samhengi við lágt vaxtastig sjóðfélagalána.
Frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
1 marsmánuði sl. var lagt fram á Alþingi frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða. All miklar umræður urðu í fjölmiðlum um frumvarpið og toguðust
þar nokkuð á sjónarmið þeirra, sem vilja vernda þá lífeyrissjóði sem byggja á samtrygg-