Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 157
2.1 Þróun efnahagsmála
Skemmst er frá því að segja að þróun efnahagsmála á árinu 1996 var einstaklega hagstæð.
Saman fór mikill hagvöxtur, stöðugleiki í verðlagsmálum og vaxandi atvinna. Jafnframt var
afkoma fyrirtækja að jafnaði góð og kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst verulega.
Samkvæmt áætlunum var hagvöxtur 5,7% á árinu 1996. Þetta er svipaður vöxtur og gert
var ráð fyrir. Vöxturinn hefur ekki verið meiri í efnahagslífinu hér á landi frá árinu 1987 og
jafnframt er þetta með hæstu hagvaxtartölum í iðnríkjunum á árinu 1996. Hér að baki lágu
annars vegar aukin þjóðarútgjöld, einkum til tjárfesdngar og einkaneyslu, og hins vegar aukinn
útflutningur. Áætlað er að þjóðarútgjöld í heild hafi aukist um 7,4% árið 1996. Þessi aukning
skýrist af 23,5% aukningu fjárfestingar og 6,5% aukningu einkaneyslu. Samneysla jókst minna
eða urn 2,5%. Útflutningur vöru og þjónustu í heild varð tæplega 10% meiri en árið á undan.
Stöðugleiki hefur einkennt verðlagsþróunina undanfarin þrjú ár. Verðbólgan milli áranna
1995 og 1996 var að vísu ívið meiri en næstu tvö árin á undan, eða 2,3% borið saman við
1,7% 1995 og 1,5% 1994. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 4,5% frá árinu á
undan. Síðastliðin tvö ár hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist urn rúmlega 8%
sem er töluvert meiri aukning en í flestum öðrum löndurn.
Alþjóðaefnahagsmál
Hagþróun á aljrjóðaveltvangi hefur um flest verið með ágætum að undanförnu. Verðstöðug-
leiki virðist vera að festa sig í sessi víðast hvar og betra jafnvægi hefur náðst í opinberum
fjármálum í mörgum löndum.
Fleira leggst hér á sömu sveif. Víða hefur skipulagsbreytingum verið hrint í framkvæmd
í því augnamiði að virkja markaðsöflin og efla samkeppni. Þá hefur dregið úr hlutverki rík-
isins í atvinnulífinu, bæði með einkavæðingu og minni afskiptum þess af atvinnustarfsemi.
Loks hafa tæknibreytingar og aukin alþjóðaviðskipti lagt sitt af mörkum í þessum efnum.
Þessar breytingar hafa aukið afköst og framleiðni og þannig lagt grunninn að áframhaldandi
vaxtarskeiði.
En það eru einnig dökkir drættir í þessari hagstæðu mynd. I því sambandi skiptir án efa
mestu máli atvinnuleysið sem hrjáir Evrópu. Það gæti haldið aftur af hagvexti og hindrað
fyrirhugaðan myntsamruna ESB-ríkja. Einnig er talin hætta á að verðbólga í Bandaríkjunum
ágerist með venjubundnum afleiðingum fyrir vexti og verð hlutabréfa. Þessi atriði gætu því
sett strik í reikninginn, þótt almennt ríki bjartsýni urn horfurnar á næstu misserum.
Athygli hefur vakið að í mörgurn smærri ríkjum OECD hefur hagvöxtur urn alllangt
skeið verið töluvert meiri en að meðaltali hjá OECD í heild. Dænti unt þetta eru Ástralía,
Holland, írland, Noregur og Nýja-Sjáland. Einnig hefur náðst góður árangur á ýmsa aðra
mælikvarða, svo sem varðandi þróun atvinnu og verðlags.