Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 165
Þróun efnahagsmála 163
Tekjur, verðlag og kaupmáttur
Hækkun neysluverðsvísitölunnar um 2,3% milli ára og um 2% frá upphafi til loka árs 1996
er nokkru meiri hækkun en á árinu þar á undan þegar vísitalan hækkaði um 1,7% að meðal-
tali frá 1994 til 1995. I aðildarríkjum Evrópusambandsins var verðbólgan svipuð á árinu
1996 og hér á landi eða 2,2% að meðaltali. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum, vegin með
viðskiptavog, var hins vegar 1,9%.
An efa má rekja aukna verðbólgu síðasta árs til efnahagsuppsveiflunnar sem smám
saman hefur breytt markaðsaðstæðum í hagkerfinu. Aukin eftirspurn, bæði á vöru- og vinnu-
markaði, hefur náð að mynda þrýsting á verðlagið.
Launavísitala Hagstofunnar sýnir hækkun um 6,4% milli meðaltala áranna 1995 og 1996
og samkvæmt því er kaupmáttaraukning 4%. Þessar launahækkanir eru nokkru meiri en
fólust í kjarasamningum.
Þegar upp er staðið batnar kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 4,5% frá 1995 til
1996, en alls er kaupmáttur rúmlega 8% betri 1996 en 1994.
Skuldir heimilanna valda áhyggjum. Bráðabirgðatölur benda til þess að í árslok 1996
hafi þær numið 349 milljörðum króna, eða sem svarar 127% af ráðstöfunartekjum. Vöxt-
urinn milli ára nemur 27,5 milljörðum króna á föstu verðlagi. A móti þessum skuldum eiga
heimilin vitaskuld rniklar eignir. Aætlanir Seðlabankans sýna að um áramót 1996-97 hafi
fjáreignir heimilanna utan lífeyrissjóða numið um 230 milljörðum króna, en vöxtur þeirra
hefur verið mun hægari undanfarin ár en skuldanna.
Vinnumarkaöurinn
Á árinu 1996 voru skráðir'tæplega 5.800 manns án vinnu að meðaltali og samsvarar það
4,3% af vinnuaflinu í heild. Þetta er mun minna atvinnuleysi en á árinu 1995 en þá voru
6.600 manns skráðir atvinnulausir.
Skráð atvinnuleysi var 3,2% meðal karla á árinu 1996 en það jafngildir því að tæplega
2.500 karlar hafi verið án vinnu á árinu að meðaltali. Skráð atvinnuleysi var mun meira
meðal kvenna eða 5,8%, sem jafngildir því að um 3.300 konur hafi verið án vinnu að meðal-
tali. Munur á atvinnuleysi karla og kvenna á árinu 1996 var 2,6% og hefur munurinn aldrei
verið svo mikill. Á árinu 1996 dró úr atvinnuleysi karla í öllum kjördæmum landsins og
sömu sögu er að segja hjá konum nema á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.
Áætlað er að störfum hafi fjölgað um 3.000 ársverk á árinu 1996, eða um 2,4%. Þetta er
mesta fjölgun síðan árið 1987. Á sama tíma er talið að fjölgun fólks á vinnumarkaði hafi
jafngilt um 2.200 ársverkum eða 1,7% og benda þessar áætlanir því til að atvinnuþátttaka
hafi aukist.
Athyglisvert er að bera saman þróun atvinnuleysis á síðustu árum með tilliti til mennt-
unar. Líkt og í öðrum iðnríkjum hefur aukið atvinnuleysi einkum bitnað á þeim sem minnsta
menntun hafa. Þannig kemur í ljós margfaldur munur á hlutfalli atvinnuleysis hjá þeim sem
eru með grunnskólamenntun eingöngu og þeim sem eru með háskólamenntun. Eftir því sem
menntun eykst lækkar atvinnuleysishlutfallið. í lok síðasta árs var atvinnuleysið í heild sam-
kvæmt vinnumarkaðskönnuninni 3,7%. Meðal þeirra sem einungis höfðu grunnskólamennt-