Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 169
2.2 Byggingamál
Húsnæðisstofnun ríkisins
Utstreymi fjármagns: A árinu 1996 námu útlán Húsnæðisstofnunar ríkisins 18.296
milljónir króna, sem er rúmlega 6% raunvirðishækkun frá árinu áður. Hærri útlán skýrast
eingöngu af aukningu í kaupum á fasteignabréfum (húsbréfalán), en þau námu 14.363
milljónum króna, sem er 9,8% aukning frá árinu 1995. Heildarútlán hjá Byggingarsjóði
verkamanna lækkuðu hins vegar um tæp 6,7% frá árinu 1995 og voru alls 3.549 milljónir
króna. Heildarfjárhæð lánveitinga hjá Byggingarsjóði ríkisins var 384 milljónir króna og
lækkaði um tæp 5% frá fyrra ári. Greiddar afborganir, vextir og verðbætur af teknum lánum
hækkuðu um 9,5% frá árinu 1995. Samsvarandi hækkun varð á sömu liðum í innstreymi
fjármagns. Það verður ekki fyrr en eftir árið 2010 sem fyrstu lánin verða uppgreidd og nýir
húsbréfaflokkar koma í stað þeirra sem greiddir hafa verið upp og jafnvægi fer að nást.
Innstreymi fjármagns: Á árinu 1996 nam fjársteymi til stofnunarinnar samtals 37.408
milljónum króna, sem er um 6% hækkun að raunvirði frá fyrra ári. Munar þar mest um aukn-
ar endurgreiðslur af útlánum, en þær jukust um tæp 10% frá árinu 1995. Framlag ríkissjóðs
til Byggingarsjóðs verkamanna hefur farið ört lækkandi á undanförnum árurn. Nam það 474
milljónum króna á árinu 1996, en það er innan við 40% af því sem framlag ríkissjóðs var
árið 1992.
Heildariitlán og vanskil: Helslu niðurstöður varðandi heildarútlán og vanskil hjá sjóðum
Húsnæðisstofnunar í árslok 1996 eru þær að útlán allra sjóða er 16,4 milljörðum króna hærri
en í árslok 1995, sem er 8,9% aukning milli ára. Skil hafa batnað hlutfallslega á sama tíma,
en þau voru svipuð 1. janúar 1994. Færri eru í vanskilum en 1. janúar 1996 og 1. janúar
1995, en þeir eru hins vegar fleiri en þeir voru 1. janúar 1994.
I árslok 1996 námu heildarútlán stofnunarinnar 200,1 milljörðum króna, að teknu tilliti
til afskriftareiknings og áfallinna vaxta. Fjöldi lántakenda var 58.466 og fjöldi lána 136.854.
Á sama tíma voru tæp 9,6% lántakenda, eða 5.632 einstaklingar, með vanskil 3ja mánaða
eða eldri. Samtals nema þessi vanskil 1.772 milljörðum króna og eru um 0,9% af heildar-
útlánum stofnunarinnar.