Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 173
2.4 Stóriðja og iðnaður
ÍSAL
Framleiðsla á árinu nam um 103.500 tonnum í rafgreiningu og sölumálmur var um 104.000
tonn vegna innflutnings á hrááli, sem endurbætt var. Þetta er mesta framleiðsla í þeim 320
kerum sem uppsett eru í verksmiðjunni.
Endurbætur á eldri hluta verksmiðjunnar og tækjum hélt áfram og var kostnaður við þær
svipaður og árið áður eða um 300 milljónir króna.
Stækkunarframkvæmdir gengu betur en áætlað var. Þegar ljóst varð að gangsetning gat
hafist fyrr en upphaflega var áætlað var óskað eftir orku í samræmi við það. Landsvirkjun
aðlagaði framkvæmdaáætlun sína um endurbætur á orkuvinnslukerfinu þannig að ISAL yrði
gert kleift, ef vatnsbúskapur hamlaði ekki, að hefja gangsetningu stækkunar á miðju ári
1997. Þetta þýðir að framleiðsla ársins 1997 getur orðið um 123.000 tonn.
Lausleg greining fór fram á ástæðum þess að framkvæmdir ganga nú hraðar en t.d. 1967 til
1969. Helstu niðurstöður voru þær að undirbúningur var kominn vel af stað þegar ákvörðun lá
fyrir um að ráðist yrði í framkvæmdir. Aðstaða á vinnustað, eins og vegir, orka og þjónustu-
aðstaða, var fyrir hendi. Verktakai' sem komu að byggingarframkvæmdum voru innlendir, með
mikla reynslu og betur búnir tækjum heldur en 1967. Einnig hafði hagstæð vetrarveðrátta áhrif
á gang verksins. Stjórnun verksins var einföld og að hluta mönnuð starfsmönnum frá ISAL.
íslenska járnblendifélagið hf.
Almennt: Fyrir íslenska járnblendifélagið hf. var árið 1996 enn eitt hagstætt ár, hið fjórða í
röð með batnandi afkomu ár frá ári. Báðir bræðsluofnar verksmiðju félagsins voru reknir
með fullum afköstum allt árið og skiluðu meira framleiðslumagni en fyrra metár 1989. Sölu-
verð var stöðugt lengst af árinu, en lítið eitt ótryggara undir árslok. Niðurstöður reikninga
sýna hagnað sem nam 15% af brúttóveltu.
Greiðslullæði fyrirtækisins var nægilegt til að greiða óvenjulega miklar fjárfestingar, all-
góðan arð til hluthafa og þess að lækka langtímaskuldir fyrirtækisins um meira en 30%.
Reksturinn: Þótt hvorugur ofnanna skilaði á árinu 1996 því sem þeir hvor um sig hafa
best gert var sett framleiðslumet fyrir verksmiðjuna sem heild, þegar hún skilaði 72.476
tonnum reiknuðum sem 75% kísiljárn, 470 tonnum meira en fyrra metið sem sett var árið
1989. Því eru enn möguleikar á betri nýtingu framleiðslutækjanna, ekki síst að því er varðar
rekstrartíma. Afskipanir á árinu frá verksmiðjunni voru 66.491 raunveruleg tonn af kísiljárni
og aðeins 683 tonn af kísilryki. Sá markaður hrundi á árinu 1996.
Sá hluti rekstrarins sem tæknilega olli mestum vandræðum voru rykhreinsivirkin vegna
trul'lana á rekstrartíma ofnanna. Vegna rekstrartruflana í blásurum, sem knýja hreinsivirkin,