Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 174
172 Tækniannáll 1996/1997
slapp ryk mjög oft út vegna yfirhita eða yfirþrýstings, oftast aðeins fáar mínútur hvert sinn.
Samtals er áætlað að í þessum tilvikum hafi 135 tonn af kísilryki sloppið út, af heildarfram-
leiðslu kísilryks sem var 15.354 tonn. Þessu til viðbótar slapp hluti rykframleiðslunnar út frá
ofnum. Talið er að þannig hafi sloppið út 60 tonn af kísilryki.
Þetta er langversta frammistaðan sem rykhreinsibúnaður verksmiðjunnar hefur sýnt í
sögu fyrirtækisins. Afleiðingin hefur verið blettur á umhverfisverndarímynd fyrirtækisins.
Um það bil þriðjungur þessa vandamáls er bein afleiðing þess að á árinu var unnið að mjög
viðamiklum fjárfestingum í reykberum að hreinsibúnaðinum. Sumt af þeim endurnýjaða
búnaði reyndist ekki þola þær hitaspennur, sem á búnaðinn eru lagðar. Skemmdist hann af
þeim sökum og gerði illt verra í þessu efni.
Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi tók við 4.859 tonnum af kísilryki beint úr geymum
verksmiðjunnar og 1.873 tonnum af köggluðu ryki. Meirihluti rykframleiðslunnar var því
kögglaður og settur í geymslu.
Afkoma: Sala á árinu 1996 var 4% meiri en á árinu 1995 og ber vott um enn eitt ár batn-
andi afkomu fyrirtækisins. Fjármagnskostnaður að meðtöldum gengisbreytingum lækkaði
verulega.
Orkukostnaðurinn er hár í samræmi við sérstaka samninga við Landsvirkjun, sem gerðir
voru 1993 og tengdu orkuverð við kísiljárnverð.
Fjárhag fyrirtækisins hefur nú verið komið á mjög traustan grunn. Það staðfestir hversu
vel tókst til um hina fjárhagslegu endurskipulagningu fyrirtækisins á árunum 1992 og 1993.
Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú 64% og veltufjárhlutfall 1,8. Við árslok 1992 voru þessi
hlutföll 16,8% og 0,7.
Útgáfa nýrra hlutabréfa: Á árinu 1997 var ákveðið að stækka verksmiðju félagsins um
þriðja ofninn og að gefa út ný hlutabréf sem breyttu eignarhlutföllum hluthafa í félaginu.
Elkem ASA er nú eigandi 51% hlutafjárins í stað 30% áður, íslenska ríkið 38,5% í stað 55%
og Sumitomo Corporation 10,5% í stað 15%.
Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi
Verðlag: Verð á sementi frá fyrirtækinu hækkaði um tæplega 3% á árinu 1996, en flutnings-
jöfnunargjaldið lækkaði um tæplega 17%, þannig að sementsverð til neytenda hélst óbreytt
á árinu og hefur svo verið síðan vorið 1994.
Framleiðsla: Gjallframleiðsla á árinu 1996 varð 69.344 tonn samanborið við 72.740 tonn
árið áður. Þessi framleiðsla gefur þó ekki rétta mynd af árinu þar sem verulega gekk á gjall-
birgðir sem voru í byrjun ársins 15.286 tonn en í
lok ársins 7.985.
Framleiðsla gjalls, 69.344 tonn, var með
minnsta móti. Ástæður þess má meðal annars
rekja til bilunar í tölvukerfi í framleiðsludeild í lok
ársins 1996 með þeim afleiðingum að keyra varð
ofninn á lágmarksafköstum í allnokkra daga.
Hráefnaöílun til gjallbrennslu:
Skeljasandur 79.745 m3
Líparít til brennslu 14.549 m3
Basaltsandur 687 m3