Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 189
2.7 Útflutningur íslenskrar
verkfræðiþekkingar
Virkir-Orkint
Starfsemi Virkis-Orkints var um margt hefðbundin á árinu 1996. Þó var meiri áhersla lögð
á innri málefni og skipulag en oft áður. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru fluttar úr Síðumúla
í Borgartún 17, og ákveðið var að breyta nafni fyrirtækisins í Virkir hf., en því nafni hét
fyrirtækið frá stofnun þess. Nafnbreytingin er til kontin þar sent hið opinbera hefur ákveðið
að leggja niður hlutafélagið Orkint. Ekki er gert ráð fyrir að þessar breytingar hafi áhrif á
samstarf verkfræðinga og jarðvísindamanna við útllutning tækniþekkingar. Santþykktum fé-
lagsins var breytt til þess að rýmka og skapa meiri sveigjanleika í þátttöku verkefna, en
reynsla undanfarinna ára sýnir að nauðsynlegt er að geta boðið heildarlausnir, þ.e. ekki að-
eins lagt til þekkinguna heldur einnig tæki og búnað. Þannig er skapaður grundvöllur fyrir
verkfræðiráðgjafa til að taka þátt í verkefnum á vegunt Virkis, sem að einhverju leyti fela í
sér verktöku, en unt leið halda stöðu sinni sem óháður ráðgjafi.
Helstu viðfangsefni Virkis-Orkints á árinu 1996 voru eins og áður á sviði jarðhita. Verk-
efninu í Galanta lauk endanlega á árinu, verkefninu í Tanggu í Kína lauk að mestu leyti og
Virkir aðstoðaði Ormat Industries við gerð tilboða fyrir Olkaria III virkjunina í Kenya. Við
almenna öflun verkefna var áhersla lögð á markaðssvæði, þar sem Virkir hefur starfað sl. ár.
I Kína eru möguleikar á margvíslegum verkefnum á sviði jarðhita á ýmsum landsvæðum
svo sem í Tianjin, Tíbet, Yunnan og Qingdao. Vonast er til að fyrirgreiðsla til einhverra þess-
ara verkefna fáist hjá norrænum sjóðum innan skamms og þar með opnist leið Virkis til lfek-
ari sóknar á markað í Kína.
í Tyrklandi hefur verið unnið að undirbúningi nokkurra verkefna svo sem hugsanlegra
hitaveituverkefna, beinnar nýtingu lághita og raforkuframleiðslu. Afram verður haldið á
sömu braut.
Lítið hefur rniðað í verkefnaöflun í Austur-Evrópu að undanförnu, en Virkir hefur sam-
bönd þar víða. Einkum er nú vonast eftir að komast í hitaveituverkefni í Kosice í Slóvakíu
í samvinnu við Slovgeoterm sem er að hluta í eigu Virkis.
Á Azoreyjum er í samvinnu við Jarðboranir unnið að undirbúningi virkjunar háhita til
raforkuframleiðslu. Unnið er að undirbúningi fyrir stofnun fyrirtækis um þessa framkvæmd,
sem verði í eigu flestra þeirra aðila, sem kæmu að framkvæmd verksins og rekstri virkjunar-
innar síðar rneir.
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Jarðhitaskólinn var settur í átjánda sinn 29. apríl 1996. Þetta árið voru nemendur tleiri en
nokkru sinni fyrr eða átján frá tólf löndum og koniu frá Costa Rica (2), E1 Salvador (1),