Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 194
192 Tækniannáll 1996/1997
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
Árið 1996 var annað árið af þremur sem samningsstjórnun var beitt við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Tókst að reka stofnunina með þeim hætti að velta varð nokkru hærri
en áður, fjárhagsleg niðurstaða var jákvæð og öllum ákvæðum og markmiðum um árangur
í starfseminni í ofangreindum samningi tókst að ná. Veltan var 161 milljón krónur, sértekjur
105 milljón eða 65% af veltu og rekstrarafgangur 0,3 milljón krónur.
Viðhorfskönnun meðal viðskiptavina stofnunarinnar var gerð á árinu og hlaut stofnunin
4.2 af 5 mögulegum varðandi mikilvægustu þættina s.s. reynslu, þekkingu og frammistöðu.
Helstu verkefni ársins voru: Prófanir og álitsgerðir (1206 verkefni), rannsóknaverkefni
(72 alls), gæðaeftirlit (27 samningar), vottanir (35 alls) og útgáfa (rit, skýrslur, tækniblöð).
Ekki verður að þessu sinni greint frekar frá starfseminni á öllum sviðum heldur valinn sá
kostur að nefna stærstu rannsóknaverkefnin sem unnið var að, en í flestum tilvikum er um
að ræða samstarf við tleiri aðila.
Steinfletir utanhúss: Rannsakað er hvort óhætt sé með tilliti til raka að nota sterkar, teygj-
anlegar og gufuþéttar málningarhúðir utan á steinhús í þeim tilgangi að lækka viðhalds-
kostnað.
Astand húsa/viðhaldsþörf: Markmiðið með verkefninu er að afla betri upplýsinga en fyrir
liggja um viðhaldsþörf húsa á Islandi. Verkefninu lýkur í árslok 1997.
Loftræstar útveggjaklæðningar: Um er að ræða þriggja ára verkefni, sem lýkur í lok árs
1997. Markmiðið með því er að bæta notkun loítræstra klæðninga, bæði í nýbyggingum og
til viðhalds eldri húsa. Rit um klæðningar kom út hjá Rb í ágúst 1997.
BUSL: BUSL stendur fyrir burðar- og slitlög vega og gatna. Það er þróunarverkefni varð-
andi efnisgæði og gerð burðar- og slitlaga.
Niðurbrot steinefna: Verkefnið er samanburðarrannsóknir á styrkleika steinefna í burðarlög
og er þriggja ára verkefni innan BUSL.
Sjávarsteypa/efnahvörf: Rannsókn á staðbundinni grotnun í steyptum brúarstöplum í sjó
og aðgerðum til að hindra slíkt. Því lýkur á árinu 1998.
íslensk múr-einangrunarkerfi: Þróun íslensks sementsbundins múr-einangrunarkerfis á
útveggi húsa. Lauk með riti 1996.
Sjálfútleggjandi steinsteypa: Þróun steinsteypu, sem þarf enga tilrun við niðurlagningu í
inót. Lýkur 1998.
Varanleg lokun sprungna í steyptum veggjum: Þróun nýrrar tækni við lokun sprungna án
sögunar.
Tæring sinkhúðaðra lagna: Markmiðið er að finna leiðir til að hreinsa og tæringarverja
neysluvatnslagnakerfi úr sinkhúðuðu stáli að innan.
Fínefni í steinsteypu — endurunnin efni: Rannsakað er hvort og hvernig nýta megi
endurunnin efni s.s. gler, sem fínefni í steinsteypu. Lýkur í lok ársl997.