Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 240
238 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Venjuleg PC-tölva er flókin, dýr og kallar á tölu-
verða þekkingu til reksturs og viðhalds á hug-
búnaði. Nettölvan er án harðra diska og fær
allan hugbúnað gegnum Netið, frá netþjónust-
unni. Hún er aðgangur án umhugsunar og vand-
kvæða fyrir notandann. Þær nettölvur sem nú
eru farnar að sjást eru hannaðar þannig að þær
eru óháðar aðgangsleiðinni, mótaldi, ISDN-koiti
o.s.frv. Þær má einnig uppfæra með nýjum kort-
um þegar ný leið samskipta tekur við af annarri.
Til að geta annað þessari fyrirsjáanlegu
stóraukningu á bandbreidd til heimila þarf út-
landatengingin að vera skrefí á undan til þess
að hún verði ekki takmarkandi þáttur. Háhraða-
netið er einnig of lítið til að anna framtíðar-
notkun heimila og fyrirtækja. Þörf er fyrir
grunnnet með 45 eða 155 Mbás hraða á ljós-
leiðarahringnum. Slíkt grunnnet væri eins
konar heildsölustig bandbreiddar um ísland.
Þróun Internetmarkaðarins á Islandi
Fram að þessu ári hefur Internetmarkaðurinn á Islandi verið mjög óþroskaður. Fjöldi lítilla
fyrirtækja hefur verið stofnaður í þeim tilgangi að selja Internetaðgang. En öll þessi fyrir-
tæki hafa eingöngu selt aðgang að netinu sjálfu. Ekkert þeirra hefur verið með efni sérstak-
lega handa áskrifendum sínum. Það eitt að nota Internetið hefur verið það sem eftirspurn
hefur verið eftir, ekki eftir sértæku efni.
A þessu ári stórbreyttust aðstæður markaðarins með kaupum Islenska útvarpsfélagsins á
tveimur af stærri Internetþjónustuaðilunum, Islandia og Treknet. ÍÚ hefur einnig selt Fjöl-
netið á stofn, sem efnisþjónustu sína á þessum miðli. Skíma hf., sent að hluta er í eigu
Frjálsar fjölmiðlunar, sem ÍÚ á aftur einnig hlut í, hefur gleypt frumkvöðulinn Miðheima hf.
og Póstur og sími hefur farið inn á þennan markað og keypt hlut í þjónustuaðila. Það er því
greinilegt að blokkamyndun er að eiga sér stað. Samkeppni milli blokkanna verður grimmi-
leg og jafnvel mun blokkunum fækka.
Fyrst um sinn, á meðan fyrirtækin kaupa sér markaðshlutdeild og stækka markaðinn,
verður samkeppnin eingöngu í verðum. Afleiðingin verður sú að litlum aðilum mun fækka
mjög, annaðhvort sameinast þeir einhverri blokkinni eða hætta rekstri. Þegar fjöldi notenda
er orðinn nægilegur til að standa undir markaðskostnaði og efnisframleiðslu munu fyrir-
tækin fara út í aðgreiningu og verð smátt og smátt hækka á ný.
Einn af lykilþáttunum í þeirri aðgreiningu verður efnisframleiðsla á vegum Internetþjón-
ustuaðilanna, annaðhvort efni sem þeir framleiða sjálfir eða af fyrirtækjum sem þeir hafa
tengst. Efni eins og fréttir, tónlist og ýmiss konar afþreying og útgáfa blaða og tímarita og
heimabankar sem notendur þeirrar Internetþjónustu hafa einir aðgang að eða betri aðgang en
aðrir notendur Internetsins. Kostaboð eins og ÍÚ hefur er farið að bjóða með mismunandi
áskriftargjöldum eru annar lykilþáttur.