Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 241
Póstur og sími 239
Samkeppni frá erlendum aðilum er einnig meira en líkleg. ísland er tæknilega framarlega
í heiminum. Þeir sem huga að slíkum málum hafa tekið eftir því og minnst á Island, með
Finnlandi og Bandaríkjunum, sem þau lönd þar sem fjarskiptakerfið þykir hvað best og
Internetnotkun almennust. Island er því tilvalinn staður bæði fyrir tæknilegar og markaðs-
legar tilraunir á Internetþjónustu.
Vefurinn
Þegar skrifuð höfðu verið nauðsynleg forrit til að tengja Windows við Internetið sprakk vefur-
inn út, sem fyrsti vísir að margmiðlunarumhverfí. Nú var hægt að skeyta saman myndum og
texta á aðlaðandi hátt. Síðan hefur margt breyst. Nú er síður á vefnum
gerðar lifandi með niynd og hljóði gegnum Java, Shockwave, Vivo,
VXtreme og RealAudio/Video.
En þetta eru aðeins fyrstu skrefín í þessari þróun. Lykilatriðið í
þessu öllu er bandbreidd. Nú þegar er sjónvarpsefni með stereó-
hljóði sent beint út á Internetinu í 80 Kbás RealVideo straumum.
Slíkir straumar nálgast sjónvarpsgæði.
Þegar allur meginþorri notenda hefur möguleika á að taka á móti
þess konar og stærri straumum mun vefurinn taka stakkaskiptum. Heimasíð-
urnar sjálfar, sendingar um http, munu verða minnihlutinn og aðrir samskiptamátar taka við,
þótt valmyndir inn á efnið og grunnupplýsingar verði vafalaust á heimasíðum.
Margmiðlun
Þegar slík bandbreidd sem talað er um hér að
framan er orðin staðreynd hjá þorra heimila
getur raunveruleg margmiðlun yfir Internetið
fyrst átt sér stað. Þá er notendafjöldinn orðinn
nægilegur til að standa undir framleiðslukostn-
aði og bandbreiddin nægileg til að flytja efnið.
Öll fjölmiðlun mun færast á netið, þótt
hefðbundnir miðlar muni ekki loka dyrum
sínum. Dagblöð og lréttamiðlar, sem nú þegar
eiga allan texta á rafrænu forrni, munu eiga
auðveldast með slíka yfirfærslu. Þegar myn-
defni verður einnig tekið stafrænt upp verður
engin raunverulegur munur á hefðbundnum
miðlum og netinu, annar en það sem horft er á,
tölvuskjár, sjónvarp eða dagblað.
Nettölvan
Nettölvan er stórt spurningarmerki, hún hefur alla möguleika á að taka við PC-tölvunni sem
netmiðill heimilanna. Hún gæti þá orðið eins konar sambyggður myndlykill fyrir sjónvarp
og netið, oft stýrt með þráðlausu lyklaborði með kúlu í stað músar.
Nettölvan hefur þó þann stóra ókost að hún gerir notendur að þiggjendum en Internetið er
gagnvirkt. Það að velja úr valmyndum, þótt það væri eitthvað jafntæknilega þróað og ntynd