Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 243
Póstur og sími 241
og mistókst. Nú er Morgunblaðið að endurskoða stöðu sína á netinu og hefur ráðið starfs-
mann til að stýra því verki. DV hefur einnig verið að styrkja stöðu sína á netinu.
Sá miðill sem ofangreindir aðilar hljóta að líta til sem fordæmi er CNN Interactive, Þar
er farið að senda beint út frá viðburðum í bandarísku þjóðlífi gegnum Internetið. Síður þeina
eru ríkar af myndefni fyrir þá sem hafa nægilega stóra tengingu til að skoða það. Síða þeirra
geymir einnig stafrænar upptökur af heilu fréttaþáttunum sem lesandi getur sótt eftir þörf-
um. Þegar litið er til framtíðar er síða þeirra skýrt fordæmi.
Enn hefur enginn almennur fréttamiðill, sem vel hefur gengið, farið út í áskril'tarsölu, því
enn er fjöldi notenda of lítill til að bera slíkt uppi. Þegar fjöldi notenda hefur vaxið er einnig
möguleiki á að auglýsingatekjur muni standa undir kostnaði. Lfklegt má telja að bæði
áskriftir og auglýsingar verði notaðar.
Önnur afþreying
Það að geta átt samskipti við annað fólk um netið er sérstaklega mikil-
vægt. Þeir sem kynnast spjallrásum, Internetsíma, myndfundum um
netið og öðru þess háttar fara fljótt að eyða mestum hluta nettíma síns
á slíkum vettvangi. Með aukinni bandbreidd munu netleikir, þar sem
tjöldi þátttakenda spilar saman í þrívíðu grafísku umhverfi, verða stór
hluti netnotkunar fólks. Þetta er nú þegar til í nokkrum rnæli með skák,
bridge og Kali-netþjónum fyrir ýmsa Ieiki. En bandbreiddin er það upp
á vantar. Þessi Ijölbreytta gagnvirkni mun krefjast mjög breytilegra
uppsetninga hjá ýmsum hópum notenda og er önnur ástæða þess að net-
tölvan verður ekki jafn almenn og sumir vilja halda.
Notkun fyrirtækja
Þegar svo mikið al'þreyingarefni verður á netinu hlýtur notkun fyrirtækja að breytast frá því
sem nú er. Starfsmenn hljóta að fá mun takmarkaðri aðgang, takmarkaðan við þau svæði
netsins sem skipta þá máli í starfinu. Þessi takmörkun verður einnig auðveldari því þeir
miðlar á netinu sem eitthvert gildi hafa fyrir viðkomandi atvinnugrein munu taka áskriftar-
eða notkunargjald fyrir. Þannig munu fyrirtækin kaupa áskrift að upplýsingum á netinu, eins
og að tímaritum í dag.
Allt eftir þörfum (everything on dcmand)
I stuttu máli má segja að framtíð Internetsins felist í þessum orðum. Öll viðfangsefni mann-
legs þjóðfélags verða á netinu. Stjórnsýslan, löggjafarvaldið, bankar og fjármálastofnanir,
verslanir og þjónusta, öll afþreying og margt fleira verður aðgengilegt á netinu.
Þegnar landsins munu geta fylgst með yiirvöldum á nýjan hátt og sækja þjónustu bæði
til opinberra aðila og einkafyrirtækja á sama máta. Veggir í afgreiðslu viðskiptavina verða
því mun sjáanlegri en ella því krafan um skjóta afgreiðslu, þ.e. um leið og óskin er sett fram
gegnum netsíður, verður almenn. Bið í nokkrar klukkustundir, hvað þá daga, er óafsakanleg
þegar allt er fáanlegt eftir pöntun. Allur rekstur stofnana og fyrirtækja þarf að taka stakka-
skiptum til að geta uppfyllt þessar kröfur.