Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 277
Kvikur jafngildishiti fyrir hitaveitur 275
year 1992 in part of Reykjavik. The climate data is frorn the Meteorological Office of
Iceland and shows the daily average outdoor temperature (°C), daily average wind speed
(m/s), and the number of sunshine hours per day (h). When climate data from 1949 to 1990
is filtered by the dynamics of the system, the results indicate that instead of using -15°C as
the outdoor temperature, it is sufficient to use -11°C when designing a district heating sys-
tem.
Inngangur
Við mat á heitavatnsnotkun sem fall af veðurfari má nota svokallaðan stöðugan jafngildis-
útihita sem tekur tillit til áhrifa vindhraða og sólargeislunar á heitavatnsnotkunina auk úti-
hitans. í [2] var sýnt fram á að áhrif vindhraða og sólar á rennsli eru línuleg, að minnsta kosti
fyrir útihita á bilinu -15°C til 15°C en í athuguninni voru notuð gögn frá Hitaveitu
Reykjavíkur. Jafngildisútihitajafnan er því línuleg samantekt af útihita, vindhraða og fjölda
sólskinsstunda á hverjum degi þar sem aukinn vindhraði eykur rennslið en aukið sólskin
minnkar það. Þetta þýðir meðal annars að jafngildisútihitinn er nánast alltaf lægri en útihiti
þegar mjög kalt er, þar sem þá er sjaldnast mikið sólskin en oft nokkur vindur. Hins vegar
er vitað að talsverð tregða er í svörun notenda á heitu vatni þegar veðurfar er að breytast. Til
að mynda hefur stutt kuldakast (2 til 3 dagar) lítið að segja þar sem kerfið er langt frá að ná
jafnvægisástandi á svo stuttum tíma. Mældur útihiti og um leið útreiknaður jafngildisútihiti
í kuldakastinu gefa því ekki rétta mynd af væntanlegri heitavatnsnotkun eða álagi. Við
útreikning á aflþörf hitaveitukerfa er miðað við ákveðinn grunnhita sem gert er ráð fyrir að
vari í það langan tíma að kerfið nái jafnvægi eða stöðugu ástandi. Því skiptir mat á minnsta
útihita verulegu máli.
I þessu sambandi fæst mun betra mat á þeim útihita sem rétt er að miða hönnun kerfis
við með því að taka tillit til tregðu þess. Kvikur jafngildisútihiti, þ.e.a.s. sá jafngildisútihiti
sem kerfið sér þegar búið er að taka tillit til tregðu kerfisins, er því réttur mælikvarði á þann
útihita eða álag sem ber að nota við hönnun hitaveitukerfis, að því gel'nu að verið sé að
hanna kerfi fyrir svipað svæði og kviki jafngildisútihitinn var fundinn fyrir. Með því að
skoða til dæmis langæisferla fyrir kvikan jafngildisútihita fást mikilsverðar upplýsingar unt
hversu oft má búast við gildum sem eru lægri en eitthvert tiltekið gildi.
Grein þessi fjallar um hvernig finna má kvikan jafngildisútihita fyrir hitaveitur. í þessu
sambandi voru notuð gögn yfir daglegt rennsli hjá Hitaveitu Reykjavíkur og veðurfarsgögn
frá Veðurstofu íslands.
Aðferð
Heitavatnsnotkun má skipta í tvennt. þ.e. í notkun, sem er tiltölulega óháð veðri eins og
kranavatn, og notkun lil upphitunar, sjá t.d. [ 1 ]. I [3] er kranavatnsnotkun metin í ýmsum
hverfum Hitaveitu Reykjavíkur. Niðurstaðan varð sú að kranavatnsnotkunin er nokkuð
svipuð allt árið, eða um 10 til 12% af heildarrennslinu og heldur minni um helgar en á
virkum dögum. Kranavatnsnotkunin er hins vegar mjög breytileg innan hvers sólarhrings en
það kemur ekki að sök þar sem hér eru notaðar rennslismælingar sem sýna meðalrennsli á
sólarhring.