Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 285
Bestun við vinnslustjórnun í bitavinnslu 283
sem hámarkar verðmæti vinnslunnar með því að velja saman vinnsluleiðir sem hæfa fyrir-
liggjandi hráefni og gefa af sér rétta samsetningu afurða, og loks með forritun notendavæns
hugbúnaðar sem færir þessi líkön í einfaldan búning.
Inngangur
Áður fyrr var fiskvinnsla einhæf og fáir möguleikar sem velja þurfti á milli frá degi til dags.
Reynsla og tilfinning voru því oftast nægilega góð tæki til ákvarðanatöku. Þegar mögu-
leikum fjölgaði, launakerfi urðu flóknari og magn upplýsinga varð of mikið reyndist sífellt
erfiðara að rata hagkvæmustu leið í vinnslunni.
Nú þegar samdráttur hefur verið í afla hafa framleiðendur fiskafurða einbeitt sér æ meira
að fullunnum og verðmætari afurðum. Þessari þróun fylgir vaxandi þörf iðnaðarins fyrir
sjálfvirk verkfæri til flokkunar og niðurskurðar, auk hugbúnaðar til nákvæmrar stýringar og
ákvarðanatöku. Til þess að gera þetta kleift er mikilvægt að þróuð séu reiknilíkön sem auð-
velda vinnslustjórum að skipuleggja vinnsluna á besta hátt. Enda þótt lítið megi finna af
erlendum heimildum um slík reiknilíkön, hafa rannsóknir við Verkfræðideild HI m.a. beinst
að þessu mikilvæga viðfangsefni í rúman áratug.
í [1] er til dæmis komist að þeirri niðurstöðu að þegar litið er til fárra daga í senn geti
það leitt til rangs vals á vinnsluleið í frystihúsi að nota eingöngu framlegð í krónum pr.
manntíma og framlegð í krónum pr. hráefniskíló. Þess í stað er mælt með notkun línurita
með nettóverðum á manntíma á öðrum ásnum og nettóverðum á hráefniskfló á hinum.
Einnig er bent á að í línulegri bestun getur verið þægilegra að leysa gagnvirka vandamálið
(e: dual problem) en frumvandamálið, sjá einnig [2].
[3] fjallar um línulegt bestunarlíkan sem hámarkar hagnað af vinnslunni með því að
skipuleggja hana fimm daga fram í tímann. Fyrir hvern dag finnur líkanið þær vinnsluleiðir
sem eru hagkvæmastar fyrir hvert hráefnissafn, heppilegasta fjölda starfsfólks í frystingu,
pökkun eða söltun og hvort vinna skuli yfirvinnu.
í [4] er viðfangsefnið hins vegar samræming veiða og vinnslu. Þar er reynt að finna leiðir
til að uppfylla markmið útgerðar og frystihúss, sem því miður fara ekki alltaf saman. Hermi-
líkan er notað til að greina áhrif veiða, lengdar veiðiferða og landana. Niðurstöður hermun-
arinnar eru síðan færðar inn í línulegt bestunarlíkan sem finnur þá mannaflaþörf, birgða-
stöðu og afurðasamsetningu sem hámarkar framlegð vinnslunnar.
[5] markar á vissan hátt tímamót í rannsóknum tengdum fiskvinnslu. Þar er áhersla lögð
á gerð spálíkana af hegðun náttúrulegs hráefnis (þorsks) í fiskvinnsluferlinu, en líkönunum
er ætlað að styðja við vinnsluþróun og ákvarðanatöku í bitavinnslu. Þar segir einnig frá upp-
hafi samstarfs sem Rúnar Birgisson og Pétur Snæland höfðu um þróun og forritun á þessum
nýju líkönum og frumgerð hugbúnaðar fyrir vinnslustjórnun í bitavinnslu.
í [6] er takmarkið tölvustudd vinnslustjórnun í bitavinnslu. Vandi vinnslustjórans er
greindur og ýmis fræðileg og hagnýt vandamál, sem vinnslustjóranum ber að greiða úr, eru
skilgreind. í kjölfar þeirrar greiningar er sýnt hvernig gera má vinnslustjóra kleift að nýta sér
fræðileg reiknilíkön við gerð vinnsluáætlana, með aðstoð ráðgjafarhugbúnaðar sem sam-
tvinnar líkön af hegðun hráefnis og bestunarlíkan af vinnsluákvörðuninni.
í [7] er fjárhagslegur ávinningur af notkun ráðgjafarhugbúnaðar fyrir vinnsluáætlanagerð
í fiskvinnslu metinn. Þar er álitið að með notkun bestunarlíkana megi að jafnaði ná 4-6%