Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 286
284 Arbók VFI/TFI 1996/97
aukningu í framlegð, sem jafngildir 1-2% af veltu. Einnig eru óbein áhrif talin umtalsverð,
svo sem aukið öryggi í vinnslu og jákvæð áhrif jafnari vinnslu á gæði hráefnis.
Af ofansögðu má draga þá ályktun að innan tíðar muni ráðgjafarhugbúnaður, sem
byggir á bestunarlíkani og er auðveldur í notkun, verða eðlilegur og ómissandi þáttur í dag-
legri vinnslustjórnun í fiskvinnslu. Eins og fram hefur komið er það einmitt markmið rann-
sóknarverkefnisins, sem hér greinir frá, að svara þessari vaxandi þörf fiskiðnaðarins fyrir
aðstoð við ákvarðanatöku.
Bitavinnsla á íslandi
Segja má að bitavinnsla á Islandi hafi hafist á síðari hluta áttunda áratugarins, þegar bera fór
á óskum bandarískra kaupenda um tilbúna flakabita í stað svokallaðrar „fimm punda pakkn-
ingar“ sem hafði þá um árabil verið ein helsta útflutningsvara íslenskra frystihúsa og er
raunar enn.
Fimm punda pakkningin samanstóð af fremur óreglulegum flakahlutum sem hætti til að
detta í sundur og valda kaupendum vandræðum við niðurskurð og framhaldsvinnslu. I stað
þess að kaupa óreglulega flakahluta og skera þá í ákveðnar skammtastærðir vildu veitinga-
húsakeðjur og mötuneyti geta keypt vissan fjölda af tiltekið stórum fiskbilum beint frá fram-
leiðanda á Islandi. Ekki leið á löngu uns íslenskir framleiðendur tóku að bjóða úrval bila af
mismunandi þyngd og lögun, allt eftir því hvaða skammtastærðar og steikingartíma við-
skiptavinurinn óskaði.
Enda þótt fímm punda pakkningin sé orðin hálfrar aldar gömul fæst enn mjög gott verð fyrir
hana. það kemur ef til vill á óvart að verðmunur á dýrustu bitum og fimm punda pakkningu er
einungis 10-15%. Við þetta bætist að hætt er við að hlutfall ódýrs afskurðar hækki eftir því sem
bitaskilgreiningar verða strangari. Ef ekki er vandað til hönnunar og vals á skurðarmynstrum
getur jafnvel farið svo að meðalverð flaka verði lægra en í hefðbundinni flakavinnslu.
Virðisaukinn sem bitavinnslunni getur fylgt er því sýnd veiði en ekki gefin, þar sem bita-
vinnsla er að mörgu leyti flóknari en hefðbundin flakavinnsla og hún krefst bæði full-
komnari tækjabúnaðar og markvissari vinnslustjórnunar. Fimm punda pakkningin er því af
sumum talin helsti dragbíturinn á framfarir í bitavinnslu hér á landi — of fáir sjá sér hag í
að takast á við nýja og erfiðari vinnslu fyrir svo litla umbun.
Sú spurning hlýtur að vakna af hverju sífellt fleiri hefja bitavinnslu þrátt fyrir ofantaldar
staðreyndir? Er ekki mun betra að halda sig við einfalda vinnslu og fá næstum sama verð
fyrir? Skýringin virðist liggja í því að markaður fyrir blokkarafurðir er gamalgróinn og fátt
um ný sóknarfæri, auk þess sem þar ríkir hörð alþjóðleg samkeppni. Markaðsverð á magn-
vöru, s.s. flakablokk og frystum flökum, er einnig mun óstöðugra en á meira unninni vöru
og auðveldara er að frnna markaði fyrir sérskorna bita en hefðbundnar blokkarafurðir. Ef
frystihús getur framleitt ýmsar gerðir sérskorinna bita fyrir trygga viðskiptavini getur það
því átt mun auðveldara með að koma hráefni sínu í verð en ella.
Það kemur e.t.v. á óvart að erfitt er að nálgast skýrar tölur um heildarframleiðslu ein-
stakra sjávarafurða eða -afurðaflokka. Opinberar tölur eru ekki nægilega ítarlega sundur-
liðaðar til slíkra nota og erfitt og jafnvel torsótt er að safna slíkum gögnum frá einstökum
framleiðendum. Jafnvel sölusamtök eiga furðu erfitt með að draga saman tölur um hlutfall
bitavinnslu af heildarmagni afurða auk þess sem þau fara varlega með slíkar upplýsingar af
samkeppnisástæðum.