Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 292
290 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
viljað setja allt hráefnið í eina þeirra. þekktur eiginleiki línulegra bestunarlíkana er að þau
halda fjölda ákvörðunarbreytna í bestu lausn í lágmarki. Þótt yfirleitt sé litið á þetta sem
ókost, kemur þetta sér afar vel hér, því það er vinnslustjóranum í hag að hafa vinnsluna sem
einfaldasta hverju sinni.
Þar sem líkanið er að öllu leyti línulegt og samfellt tekur lausn þess að jafnaði aðeins
hluta úr sekúndu. Til gamans má geta þess að árið 1985 þótti ekki sóun á tíma að bíða í 35
mínútur eftir að PC 8088 tölva leysti línulegt bestunarlíkan af svínakjötsframleiðslu.
Loks er rétt að benda á að þótt uppbygging líkansins geti hugsanlega nýst að miklu leyti
við áætlanagerð til langs tíma í senn, er markfall bestunarlrkansins sérsniðið að skammtíma
ákvörðunum. Því myndi það ekki gefa rétta niðurstöðu ef ætlunin væri t.d. að hámarka verð-
mæti vinnslu nokkurra vikna eða mánuða í senn. Eins og áður var vikið að er réttara að
hámarka svonefnda framlegð A eða jafnvel framlegð B í slíkum tilvikum, sjá nánar fój.
Frumgerð ráðgjafarhugbúnaðar
Til þess að færa bestunarlfkanið í nothæfan búning var þróuð frumgerð hugbúnaðar sem
ætlað er að aðstoða vinnslustjóra við að setja saman hagkvæmar vinnsluáætlanir fyrir bita-
vinnslu þorsks [6J. Þar sem ítarleg umfjöllun um ráðgjafarhugbúnaðinn fellur utan ramma
þessarar greinar, verður honum aðeins lýst í meginatriðum en síðar verða honum gerð skil á
öðrum vettvangi.
Ahersla var lögð á að auðvelda vinnslustjóranum að setja upp forsendur um fyrirliggj-
andi hráefni, afkastagetu vinnslunnar og æskilega samsetningu afurða og láta tölvunni eftir
að velja saman vinnsluleiðir á hentugan hátt.
Fyrsta skrefið í hönnun nýrrar vinnsluáætlunar er tekið þegar vinnslustjóri færir inn upp-
lýsingar um þyngdardreifingu og gæði fyrirliggjandi hráefnis. Þegar ljóst er hvaða hráefni
liggur fyrir er næsta skref að gefa upp óskir um endanlega samsetningu afurða og forsendur
um hámarks afkastagetu framleiðsludeilda. Fyrir hverja afurð má tilgreina áætlaðan birgða-
tíma í mánuðum. I stað þess að útiloka algerlega þær afurðir sem hugsanlega verður að fram-
leiða á lager er reiknaður birgðahaldskostnaður og hann látinn um að draga úr framleiðslu-
áherslu þeirra. Þannig gefst bestunarlíkaninu færi á að velja þær vinnsluleiðir sem í raun
gefa besta heildarniðurstöðu.
Mynd 3 synir dæmigerða tillögu kerfisins að vinnsluáætlun. Ef ekki tekst að finna lausn
af einhverjum orsökum, fær notandi hins vegar upplýsingar um hvaða skorður eru of
strangar svo hann geti slakað á þeim og gert aðra tilraun. Tillaga bestunarlíkansins er sett upp
í töflu sem sýnir hversu mikið hráefni er í hverju þyngdarbili, hvaða vinnsluleið(ir) skyldi
velja fyrir það þyngdarbil og loks hvaða afurð(ir) þær vinnsluleiðir myndu gefa af sér. Efst
er súlurit sem sýnir þyngdardreifingu hráefnisins, eins og hún var tilgreind af notanda.
Fyrir miðju er svonefnd ráðstöfunartafla, en í henni kemur fram hversu miklu skuli ráð-
stafa úr hverju þyngdarbili (dálki) í hverja vinnsluleið (línu). Nöfn vinnsluleiðanna koma
fram vinstra megin við ráðstöfunartöfluna og hægra megin við hana sést heildarmagnið
sem ráðstafað hefur verið í hverja þeirra. Skyggða línan fyrir neðan ráðstöfunartöfluna sýnir
hve mikið framleiðsluverðmætið hefði aukist ef hægt hefði verið að nota einu kílói meira af
hráefni í hverju þyngdarbili.
Neðar er sambærileg tafla, frandeiðslutafla, sem sýnir hvaða afurðir (línur) verða til í
hverju þyngdarbili (dálki). þar kemur fram hve mörg kíló af hverri afurð er áætlað að ntegi