Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 294
292 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Lokaorð
Þær frumprófanir sem gerðar hafa verið á bestunarlíkaninu með takmörkuðu safni vinnslu-
leiða hafa gefið góða raun. þrátt fyrir að vera fremur einfalt, nær líkanið sambærilegum eða
jafnvel betri árangri en reyndur vinnslustjóri, þegar gerður er samanburður á niðurstöðum úr
raunverulegri vinnslu og því sem líkanið hefði stungið upp á. Þetta er í samræmi við alþjóð-
lega reynslu af notkun bestunarlíkana í iðnaði, öryggi eykst töluvert (bestunarlíkan kemst
sjaldan að alrangri niðurstöðu) og líkönin ná álíka góðum árangri og reyndustu menn í fag-
inu.
Að lokum má nefna eftirfarandi hugmyndir varðandi áframhaldandi þróun bestunar-
líkansins, sem hér var lýst:
• Mikilvægt er að halda áfram ítarlegri greiningu á vinnsluferlinu, gjarnan með hlut-
bundnum hugbúnaðarverkfræðilegum aðferðum, sbr. [6], og byggja frekari endurbætur
á bestunarh'kaninu og tilheyrandi ráðgjafarhugbúnaði á niðurstöðunum.
• Ljóst er að afar mikilvæg viðbót væri fólgin í skorðum fyrir afkastagetu einstakra
vinnslueininga, s.s. flökunarvéla eða frystitækja. Nákvæm útfærsla þeirra skyldi taka
mið af niðurstöðum áðurnefndrar greiningar á vinnsluferlum.
• Einnig væri gagnlegt að láta svonefndar slakabreytur syna nákvæma mannaflaþörf ein-
stakra framleiðsludeilda hverju sinni, sbr. [3].
Ekki má gleyma því að hugsanlega má nálgast vandamálið á gjörólíkum forsendum. I stað
þess að finna vinnsluáætlun til nokkurra daga í senn mætti t.d. útfæra eins konar rauntíma-
bestun á vinnsluáætluninni. Þar væri mat á stærðardreifíngu uppfært reglulega meðan á
vinnslu stendur og ný lausn fundin á sambærilegu bestunarlíkani og hér hefur verið sett
fram. Þannig er vinnsluáætlunin endurskoðuð í sífellu með hliðsjón af mælingum úr vinnsl-
unni. Slík útfærsla yrði ef til vill í beinni tengslum við þá gagnasöfnun sem algengt vinnslu-
fyrirkomulag býður upp á í dag en hins vegar yrði líklega erfiðleikum háð að breyta sífellt
um vinnsluuppsetningu yfir daginn, bæði vegna hráefnisflæðis og takmarkaðrar sjálfvirkni.
Líklega verður þess langt að bíða að búið verði til fullkomið bestunarlíkan af vinnslu-
stjórnunarvanda í frystihúsum. í gegnum tíðina hafa ýmsir lagt fram bestunarlíkön til
notkunar við dagleg störf stjórnenda, en þau hafa af einhverjum orsökum ekki náð því tak-
marki. Sum hafa ef til vill verið of einföld, önnur of ítarleg og ekki byggð á nægilega ítar-
legri greiningu á umhverfi vandamálsins. í mörgum tilvikum gat þeirra tíma tölvutækni ekki
gert þau nægilega auðveld í notkun.
Með notkun öflugra bestunarlíkana gegnum einfaldan ráðgjafarhugbúnað, þar sem bæði
Ifkön og hugbúnaður byggja á samræmdri greiningu viðfangsefnisins, telja höfundar að með
bættri og öruggari ákvarðanatöku megi stuðla að traustari stöðu íslensks fiskiðnaðar í þeirri
hörðu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í matvælaiðnaði í dag.
Heimildir
Pétur K. Maack og Páll Jensson: Kostnaðarhugtök við vcil á vinnsluleiðum í frystihúsi',
Verkfræðistofnun Háskóla íslands, Skýrsla nr. 85007, Reykjavík, 1985.
Páll Jensson og Pétur K. Maack: Hagnýt notkun gagnvirkni við bestun afurðavals. Grein í
Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96.