Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 302
300 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Lokaorð
Þetta verkefni hefur skilað talsverðum árangri. Nú þegar eru þessir hlerar komnir í fram-
leiðslu. Hefur t.d. tveggja spoilera hlerinn, FHS, verið næstum allsráðandi á íslenska
markaðnum með Gloríutrollum frá Hampiðjunni. Ekki er enn komin næg reynsla á þykku
hlerana, FFH, en þeir lofa góðu hingað til. Ending þeirra á eftir að koma í ljós. Þeir mega
ekki leka því þá verða þeir of þungir og draga vörpuna of mikið niður.
Ekki má taka niðurstöður tölvureikninganna of bókstaflega því talsverð einföldun á sér
stað við líkanagerð. Þær virðast hins vegar gefa áreiðanlega niðurstöðu þegar verið er að
bera saman mismunandi hönnunarkosti og eru mikill stuðningur við hönnun toghlera.
Straumfræðiforrit eins og Flotran virðast vera góður kostur til þess að styðjast við þegar
hanna á toghlera með sem bestri nýtni. Búast má við að vandamálin með vinnslutíma eigi
eftir að minnka mikið þar sem tölvukostur verður sífellt hraðvirkari og ódýrari. Hönnun
toghlera og önnur iðustraumsvandamál verða þá mun auðveldari með hjálp tölvu.
Ritaskrá
Otterboard Performance and Behaviour, Commission of the European Communities, Sea Fish Industry
Authority, Hull, Bretlandi, IFREMER. Brest, Frakklandi, DIFTA, Hirtshals, Danmörku 1993.
„Hönnun flottrollshlera með aðstoð tölvu“, Sigurður Brynjólfsson, Verkfræðistofnun HÍ, 67 bls., júlí
1997.
„Greining á toghlerum — stærð raufar“, Sigurður Brynjólfsson og Freyr Harðarson, Verkfræðistofnun
HÍ, ágúst 1995.
„Hermun á iðustreymi umhverfis toghlera", Haraldur Oskar Haraldsson, Valdimar K. Jónsson og
Sigurður Brynjólfsson, Verkfræðideild Háskóla íslands, VD-VSS-95002, júlí 1995.
„Greining á toghlerum", Freyr Harðarson og Sigurður Brynjólfsson, Verkfræðistofnun HÍ, september
1994
„Hönnun og þróun toghlera með aðstoð tölvu“, Sigurður Brynjólfsson og Ragnar Þór Sverrisson,
Verkfræðistofnun, júlí 1994.
Greining á toghlerum — stœrð raufa, Sigurður Brynjólfsson og Freyr Harðarson, Verkfræðistofnun,
ágúst 1995. „Computational lluid dynamics simulation of an otterboard, using the k-e turbulence
model“ Sigurður Brynjólfsson, Haraldur Oskar Haraldsson, og Valdimar K. Jónsson, Verkfræði-
stofnun HÍ, júní 1996.
Ansys, 5.2, Swanson Analysis Systems inc. Houston, PA, 1996
White, F.M, Viscous fluidflow, McGraw-Hill, 1974.