Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Qupperneq 313
Tæring eirröra í hitaveituvatni 311
Dezincification was not observed on the brass soldering material investigated. The brass
is attacked by total corrosion in the boundary layer up to the copper pipe and the -phase is
more attacked than the -phase.
Inngangur
Málmar eru yfirleitt stöðugir sem málmgrýti, oxíð eða súlfíð, í umhverfinu. Þeir eru því í
orkuríkara ástandi sem málmar og hafa tilhneigingu til að tærast og snúa aftur til lægra
orkuþreps, sem málmgrýti. Málmar hafa mismikla tilhneigingu til að tærast og bindast, sem
t.d. oxíð eða súlfíð. Þeir geta verið stöðugir sem málmar í ákveðnu umhverfi, en geta haft
tilhneigingu til að tærast í öðru umhverfi. Dæmi um þetta eru eir og eirmelmi.
A Islandi eru sérstæðar aðstæður í hitaveitukerfum. Flestöll heitavatnskerfi eru opin,
svokölluð gegnumstreymiskerfi, sem sjaldgæft er í hitalögnum erlendis, íslenskt hitaveitu-
vatn er notað bæði til húsupphitunar og sem heitt kranavatn og er mun heitara en kranavatnið
víðast erlendis. Efnafræðileg samsetning vatnsins er einstæð, yfirleitt er í því töluvert magn
af brennisteinsvetni (H,S) og sílikötum og hverfandi magn af súrefni.
Tæring á sér langoftast stað sem efnahvarf milli súrefnis og málms. Súrefni er vel þekkt-
ur tæringarmiðill á stálleiðslum og telst því óæskilegt í hitaveitukeifum, þar sem stál er
langmest notaða efnið. Stálleiðslur hafa hins vegar sýnt sig að endast vel í hitaveitukerfum
með brennisteinsvetni.
Eir og eirmelmi hafa yfirleitt mjög gott tæringarþol þar sem súrefni er til staðar í
umhverfinu og eru töluvert notaðir málmar í vatnslögnum. Eirrör eru mikið notuð í minni
rör inni í húsum og látún og önnur eirmelmi eru notuð í rennslismæla, ofnloka og ýmsa aðra
hluti. Eir og eirmelmi hafa hins vegar tilhneigingu til að tærast ef brennisteinsvetni er í
umhverfmu I og 2, sem er raunin í flestu hitaveituvatni hérlendis, en litlar sem engar
athuganir á tæringarhraða við mismunandi aðstæður hafa verið gerðar. Afsinkun látúns, það
er þegar sink leysist upp úr eir-sink-blöndum, getur valdið vandræðum, þar sem sinkið
hvafast við síliköt í vatninu og torleyst sink-sílikat sambönd myndast, sem geta stíflað
rennslismæla og loka 3. Yfirleitt er tilhneiging látúns til tæringar meiri því hærra sem sink-
innihaldið er 4, en þessu er öfugt farið ef súlfíð er í umhverfinu 5 og 6.
Ymsar gerðir af lóðmálmum eru notaðar til samsetningar eirröra. Algengir lóðmálmar
eru eir-fosfór, eir-silfur-fosfór, tin-silfur, silfur og látún. Reynslan sýnir misjafna endingu í
hitaveituvatni hérlendis, en rannsóknir hefur skort.
Nýlega var hafin rannsókn á tæringarhraða eirs, eirmálma og lóðmálma á fjórum stöðum
í dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur. Búast má við að niðurstöður leiði í ljós töluverðan mun
á tæringarhraða milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu vegna mismunandi efnainnihalds
vatnsins. Rannsóknin mun því leiða í ljós hversu heppileg ofannefnd lagnaefni eru á mis-
munandi hitaveitusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Fyrstu niðurstaðna er að vænta í byrjun
næsta árs.
Grein þessi lýsir athugunum á eirlögnum, sem verið hafa í notkun í húsi í Kópavogi.
Húsið hefur fengið jarðhitavatn frá 1978 og upphitað ferskvatn frá Nesjavöllum, íblandað
brennisteinsvetni frá 1990. Jöfn tæring hefur átt sér stað í rörunum og koparinn fallið út sem
stökkar koparsúlfíð-útfellingar. Við gangsetningu Nesjavallavirkjunar, frá september 1990
til janúar 1991, var Nesjavallavatninu blandað saman við jarðhitavatnið í dreifikerfinu. Það