Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 314
312 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
olli magnesíum-sílikat útfellingum sem greina má í rörunum. Lóðmálmarnir hafa einnig
tærst, þó minna en eirrörin.
Efnainnihald vatns í dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur
Tafla 1 sýnir efnainnihald vatns á fjórum stöðum í dreifikerfi Reykjavíkur 3. Laugarnes,
Elliðaár og Mosfellssveit eru lághitasvæði, þar sem heita vatnið úr borholunum er sent út til
notenda, en á Nesjavöllum er heit gufa notuð til upphitunar á fersku köldu vatni, sem sent
er út til dreifingar og hefur vatnið því nokkuð aðra samsetningu en vatnið frá lághitasvæðunum.
Má þar helst nefna háan styrk magnesíums og kalsíums í Nesjavallavatninu, samanborið við
jarðhitavatnið og háan styrk á sílikötum í vatninu frá lághitasvæðunum. Brennisteinsvetni er
að finna í vatni frá lághitasvæðunum og því er bætt út í upphitaða vatnið frá Nesjavöllum til
þess að eyða hugsanlegu súrefni. Brennisteinsvetni og súrefni hvarfast og eyðast, þar til
önnur gastegundin er uppurin. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur er styrk brennsteinsvetnis haldið í
nægilega miklu yfirmagni svo að það nær að eyða öllu súrefni, sem fyrirfinnst eða berst í
vatnið, áður en vatnið nær til notenda. Hitaveita Reykjavíkur hefur fundið að um 1,6 ppb af
H2S þurfi til að eyða hverju einu ppb af 02 7.
Jarðhitavatni frá mismunandi lághitasvæðum er blandað saman í dreifikerfi Hitaveitu
Reykjavíkur, enda efnafræðileg samsetning sambærileg af öllum stöðum. Við gangsetningu
Nesjavalla 1990 var upphitaða vatninu þaðan blandað inn á kerfið, en það olli magnesíum-
sílikat-útfellingum og var því fljótlega hætt. Vatninu frá Nesjavöllum er því haldið aðskildu
frá jarðhitavatni af lághitasvæðum.
Tafla 1
Efnainnihuld vatns í dreifikerfí Hitaveitu Reykjavíkur [3]
Efnainnihald vatns frá mismunandi stöðum í dreifikerfi
Hitaveitu Reykjavíkur.
Laugarnes Elliðaár Mosf.sveit Nesjavellir,
upphitað vatn
Hitastig, °C 130 86 93 83
pH við 25°C 9,5 9,5 9,6 8,5
Uppleyst súrefni, mg/1 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001
Súlfíð, mg/1 0,3 0,0 0,9 0,3
Natríum, mg/l 70,3 46,2 46,9 9,4
Kalíum, mg/1 3,5 1,0 0,9 1,1
Kalsíum, mg/1 3,7 2,2 1,7 8,6
Magnesíum, mg/1 0,00 0,01 0,01 4,99
Klóríð, mg/1 55,6 25,1 13,8 8,0
Súlfat, mg/1 28,7 13,3 19,2 12,1
Karbónat (C02) mg/l 17,5 26,3 22,8 36,5
Flúoríð, mg/1 0,18 0,79
Sílikat, mg/1 150,2 67,6 96,3 20,9
Leiðni, S/25°C 29 48 48 129