Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 315
Tæring eirröra í hitaveituvatni 313
Prófanir
Eirrör, sem verið hafa í notkun í húsi á höfuðborgarsvæðinu, voru rannsökuð. Þau voru
söguð í suntlur og skoðuð að innan. Veggþykkt röranna og þykkt útfellinga var mæld.
Lóðuð samskeyti voru skorin í sundur og steypt í plast, þannig að skoða mætti samskeytin
í smásjá. Sýnin voru slípuð og póleruð og ætuð með alkóhólísku járnklóríði (5 g FeCl3,
30 ml HCl, 100 ml etanól). Lóðmálmar og útfellingar voru efnagreindar með EDS-
greiningu (energy dispersive x-ray spectroscopy) í rafeindasmásjá (scanning electron
microscopy).
Útfelling var fyrst athuguð í heilu lagi, síðan var tekið hlutasýni úr henni og steypl inn í
plast og sýnið slípað og pólerað til að fá þversnið af útfellingunni. Þversniðið var húðað með
kolefni því það innihélt magnesíum-sílikat-lag með litla leiðni. Við efnagreiningu á
koparsúlfíð-lagi var notað staðalefni Cu2S (79,95% Cu, 19,18% S, skv. vottorði) og við
efnagreiningu á Mg-Si-O lagi var notaður Olivine-staðall (50,01% MgO, 41,92% Si02,
8,31% FeO, skv. vottorði).
Niðurstöður
Eirrör úr Kópavogi, olíukynding til 1978, þegar hitaveitan byrjaði að dreifa jarðhitavatni.
Frá september 1990 til janúar 1991 var upphituðu vatni frá Nesjavöllum, dreift með
jarðhitavatninu og eftir það hefur heita vatnið komið frá Nesjavöllum. Sýnin eru úr
eiralofnum, tengirörum og rörum nœrri inntakinu í húsið. Auk þess voru eirrör, sem eingön-
gu hafa verið í notkun í 18 mánuði í húsinu tekin úr og skoðuð.
Eiral-ofnar: Ytra þvermál röranna er 13 mm og upprunaleg veggþykkt um 1 mm.
Veggþykktin mælist 0,5-0,6 mm. Svartar útfellingar eru alls staðar með nokkuð jafnri þykkt,
um það bil I mm. Um er að ræða jafna tæringu og engin merki pyttatæringar.
Lóðmálmurinn greindist vera látún með um það bil 60% kopar. Myndir 1 til 4 sýna
niðurstöður smásjárskoðunar. Myndir 1 og 2
sýna samskeyti 1 og myndir 3 og 4 samskeyti
2. Slípað og ætað sýni sýnir að um er að ræða
a/þlátún, þó er snertiflötur látúns við eirrörið
hreinn a-fasi. Skýringin er sú að við lóðningu
leitar hluti sinksins út í koparinn. Samskeyti
2 eru þrengri en samskeyti 1 og þar nær a-
fasinn út að innra yfirborði rörsins. Myndirnar
sýna að bæði koparinn og látúnið tærist.
Koparinn virðist tærast heldur meira, þó erfitt
sé að greina hversu langt lóðmálmurinn hefur
náð í byrjun. Látúnið tærist aðallega í a-
fasanum.
Mynd 1. Ætað, stœkkun X80.
Mynd 1: Ætað, stækkun X80. Látún-lóðning, samskeyti I. Tæring á eirröri og látúni, aðallega í
-fasa látúns við snertiflöt upp að eirröri. Mynd 2 sýnir hægri hluta myndarinnai' í X 225 stækkun.